34. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. maí 2017 kl. 08:30


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 08:32
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:35
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:40
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 08:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 08:36

Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 9:40.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Einar Brynjólfsson vék af fundi kl. 8:45 og Gunnar I. Guðmundsson kom inn í hans stað.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:38
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

2) 307. mál - umferðarlög Kl. 08:39
Nefndin samþykkti að afgreiða málið. Að nefndaráliti meirihluta með breytingartillögu standa Valgerður Gunnarsdóttir, Pawel Bartoszek, Bryndís Haraldsdóttir, Teitur Björn Einarsson, Einar Brynjólfsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Ásmundur Friðriksson samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda.

3) 204. mál - Umhverfisstofnun Kl. 08:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið.

4) 523. mál - áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa Kl. 08:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Bjarnason frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Gísla Jóhann Halldórsson frá Faxaflóahöfnum, Pétur Ólafsson frá Akureyrarhöfn, Ólaf Snorrason frá Vestmannaeyjahöfn, Jón Ingólfsson frá rannsóknarnefnd samgönguslysa og Halldór Arnar Guðmundsson frá félagi vélstjóra og málmtæknimanna.

5) 306. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 10:20
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15