9. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. október 2018 kl. 09:04


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:04
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04

Þórarinn Ingi Pétursson boðaði forföll.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 10:49.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Bergþóra Þorkelsdóttir og Jónas Snæbjörnsson frá Vegagerðinni. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Bergþóra Þorkelsdóttir og Jónas Snæbjörnsson frá Vegagerðinni. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 81. mál - vaktstöð siglinga Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Atlason og Friðjón Axfjörð Árnason frá Samgöngustofu og Gísli Gíslason frá Hafnasambandi Íslands. Fóru þeir yfir athugasemdir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

4) 188. mál - eftirlit með skipum Kl. 10:38
Á fund nefndarinnar mætti Björn Freyr Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynnti hann málið fyrir nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 125. mál - efling björgunarskipaflota Landsbjargar Kl. 10:50
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) 77. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga Kl. 10:51
Frestað.

7) Fundargerð Kl. 10:55
Fundargerð 8. fundar samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 10:53
Nefndin ræddi starfið og gestakomur.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00