18. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. nóvember 2018 kl. 08:33


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 08:33
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:33
Berglind Häsler (BergH) fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur (RBB), kl. 08:36
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:33
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:33
Karen Elísabet Halldórsdóttir (KEH), kl. 08:33
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:36
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:36
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 08:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:50

Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 09:31.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:33
Frestað.

2) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 08:34
Á fund nefndarinnar mætti Kári Kárason frá Flugmálafélagi Íslands. Fór hann yfir sjónarmið við málið og svaraði spurningum nefndarmmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Jón Kristján Sigurðsson og Runólfur Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Ísak Ernir Kristinsson, Guðbergur Reynisson og Þórólfur Júlían Dagsson frá hópnum Stopp, hingað og ekki lengra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 08:34
Á fund nefndarinnar mætti Kári Kárason frá Flugmálafélagi Íslands. Fór hann yfir sjónarmið við málið og svaraði spurningum nefndarmmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Jón Kristján Sigurðsson og Runólfur Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Ísak Ernir Kristinsson, Guðbergur Reynisson og Þórólfur Júlían Dagsson frá hópnum Stopp, hingað og ekki lengra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 219. mál - umferðarlög Kl. 10:01
Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

5) 231. mál - skógar og skógrækt Kl. 10:01
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

6) 232. mál - landgræðsla Kl. 10:01
Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:03
Nefndin ræddi um fyrirkomulag endurgreiðslu miða og veglykla frá Speli.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:06