44. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. mars 2019 kl. 08:34


Mættir:

Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 08:34
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:34
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 08:34
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:34
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:56
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:34
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:44
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:34

Jón Gunnarsson boðaði forföll.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:49
Fundargerðir 42. og 43. fundar samþykktar.

2) Skýrsla og tillögur starfshóps um heildstæða stefnu í almenningssamgöngum Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar mætti Árni Freyr Stefánsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynnti hann skýrslu og tillögur starfshóps um heildstæða stefnu í almenningssamgöngum og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 219. mál - umferðarlög Kl. 09:27
Á fund nefndarinnar mættu Björn Þ. Rögnvaldsson og Elsa Jónsdóttir frá Vinnueftirlitinu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 187. mál - staða sveitarfélaganna á Suðurnesjum Kl. 09:50
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

5) 397. mál - uppgræðsla lands og ræktun túna Kl. 09:50
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

6) 512. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:53
Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

7) 403. mál - fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 09:53
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

8) 404. mál - stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033 Kl. 09:53
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

9) 32. mál - vegalög Kl. 09:55
Nefndin samþykkti að Karl Gauti Hjaltason yrði framsögumaður málsins.

10) 55. mál - skilgreining auðlinda Kl. 09:55
Nefndin samþykkti að Bergþór Ólason yrði framsögumaður málsins.

11) 34. mál - Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli Kl. 09:55
Nefndin samþykkti að Bergþór Ólason yrði framsögumaður málsins.

12) 82. mál - náttúruvernd Kl. 09:56
Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

13) 152. mál - staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum Kl. 09:56
Nefndin samþykkti að Helga Vala Helgadóttir yrði framsögumaður málsins.

14) Önnur mál Kl. 09:58
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:58