38. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. júní 2019 kl. 08:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 08:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 08:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 08:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 08:30

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Smári McCarthy voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1856. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

2) Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti og Auðbjörg Halldórsdóttir frá forsætisráðuneyti.

Gestirnir kynntu þau mál sem efst verða á baugi í næstu fundarlotu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 462. mál - vestnorrænt samstarf á sviði íþrótta barna og unglinga Kl. 08:50
Nefndin samþykkti að afgreiða málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Logi Einarsson frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

4) 463. mál - samstarf vestnorrænu landanna um tungumál í stafrænum heimi Kl. 08:52
Nefndin samþykkti að afgreiða málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Silja Dögg Gunnarsdóttir frsm. var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur s Kl. 08:54
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/958 frá 28. júní 2018 um meðalhófsprófun áður en samþykkt er ný lögverndun starfsgreina Kl. 08:56
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

7) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/302 frá 28. febrúar 2018 um ráðstafanir gegn óréttmætum landfræðilegum takmörkunum á netumferð og annarri mismunun sem byggist á því hvert ríkisfang neytanda er, hvar hann er búsettur eða hvar hann hefur stað Kl. 08:58
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

8) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. júní 2019 Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti, Erna Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Baldur Sigmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir kynntu þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. júní nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 09:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:25