8. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:30. Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 10:35.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1914. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) 302. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2020 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Gestirnir kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Bryndís Haraldsdótir var valin framsögumaður málsins.

3) Skýrsla um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar kom Björn Bjarnason sem kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:30
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45