27. fundur
utanríkismálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 3. júní 2022 kl. 13:05


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 13:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 13:05
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 13:12
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:05
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 13:05
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 13:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur (ÞKG), kl. 13:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 13:05
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:05
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 13:10

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 14:00

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1968. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

2) 643. mál - framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins árið 2021 Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar komu Steinunn Þóra Árnadóttir formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins og Bylgja Árnadóttir ritari. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Birgir Þórarinsson var valinn framsögumaður málsins.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Bjarni Jónsson form., Birgir Þórarinsson frsm., Diljá Mist Einarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson, Logi Einarsson, Njáll Trausti Friðbertsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Gísli Rafn Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykkan álitinu.

3) 715. mál - staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar Kl. 13:15
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir og María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Njáll Trausti Friðbertsson var valinn framsögumaður málsins.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Bjarni Jónsson form., Njáll Trausti Friðbertsson frsm., Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson, Logi Einarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Gísli Rafn Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykkan álitinu.

4) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir Kl. 13:35
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir og María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Ástandið í Úkraínu Kl. 13:45
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir og María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 14:10
Á fund nefndarinnar komu Einar Gunnarsson sendiherra og Harald Aspelund sendiherra sem kynntu starfsemi fastanefndar Íslands í Genf og sendiráðsins í Helsinki.

7) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 14:30
Rætt var um alþjóðastarf utanríkismálanefndar.

8) Störf alþjóðanefnda Kl. 14:40
Dagskrárliðnum var frestað.

9) Önnur mál Kl. 14:50
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:50