Kynning á starfsemi sendiskrifstofa

Kynning (2105158)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.10.2022 5. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Gestir fundarins voru Bryndís Kjartansdóttir og Hannes Heimisson frá utanríkisráðuneyti. Þau kynntu starfsemi sendiskrifstofa í Stokkhólmi og Varsjá og svöruðu spurningum nefndarmanna.
03.06.2022 27. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar komu Einar Gunnarsson sendiherra og Harald Aspelund sendiherra sem kynntu starfsemi fastanefndar Íslands í Genf og sendiráðsins í Helsinki.
23.05.2022 25. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar komu Geir Oddsson og Ágústa Gísladóttir sem gerðu grein fyrir starfsemi alræðisskrifstofum Íslands í Nuuk og Þórshöfn og svöruðu spurningum nefndarmanna.
27.04.2022 21. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar kom Vilhjálmur Wiium sem fjallaði um starfsemi aðalræðisskrifstofu Íslands í Winnipeg og svaraði spurningum nefndarmanna.
09.06.2021 36. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fundinn komu Þórir Ibsen og Matthías Geir Pálsson frá utanríkisráðuneyti. Þeir gerðu grein fyrir starfsemi sendiráðs Íslands í Peking og fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í Róm og svöruðu spurningum nefndarmanna.
02.06.2021 34. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fundinn komu Hlynur Guðjónsson og Nikulás Hannigan frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fjölluðu um starfsemi aðalræðismannsskrifstofu í New York og sendiráðs Íslands í Kanada og svöruðu spurningum fundarmanna.