48. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. maí 2014 kl. 15:05


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 15:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 15:19
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 15:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 15:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir ÓP, kl. 15:05
Haraldur Einarsson (HE) fyrir SilG, kl. 15:05
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 15:05

Ásmundur Einar Daðason og Guðlaugur Þór Þórðarson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1609. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerðir funda utanríkismálanefndar frá 29. apríl og 2. maí 2014 voru samþykktar og verða birtar á vef Alþingis.

2) 350. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 158/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:15
Á fund nefndarinnar komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Guðlín Steinsdóttir frá velferðarráðuneyti og Sindri Kristjánsson frá Lyfjastofnun. Gerðu gestirnir grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 349. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 226/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:38
Á fund nefndarinnar komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti. Gerðu gestirnir grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 275. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 164/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:48
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) 227. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:51
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) Varðveisla fjarskiptaupplýsinga 2006/24/EB Kl. 15:56
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um tilskipun 2006/24/EB um varðveislu fjarskiptaupplýsinga (gagnageymd).

Til grundvallar umfjöllunar nefndarinnar lá forúrskurður Evrópudómstólsins í sameinuðum málum C‑293/12 and C‑594/12, frá 8. apríl 2014, er varðar lögmæti tilskipunar 2006/24 um geymslu fjarskiptaupplýsinga (gagnageymd).

7) Reglugerð (ESB) nr. 1086/2011 (Salmonella í nýju alifuglakjöti). Kl. 16:02
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um reglugerð (ESB) nr. 1086/2011, er varðar salmonellu í nýju alifuglakjöti. Síðast hafði málið verið til umfjöllunar hjá nefndinni 13. febrúar 2014, undir dagskrárliðnum um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. febrúar 2014.

8) Reglugerð (EB) nr. 80/2009, er varðar tölvufarskráningarkerfi Kl. 16:19
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um reglugerð (EB) nr. 80/2009, er varðar tölvufarskráningarkerfi. Síðast hafði málið verið til umfjöllunar hjá nefndinni 13. febrúar 2014, undir dagskrárliðnum um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. febrúar 2014.

9) Reglugerð (ESB) nr. 209/2013 (Örverufræðileg viðmið fyrir spírur). Kl. 16:23
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um reglugerð (ESB) nr. 209/2013 (Örverufræðileg viðmið fyrir spírur). Síðast hafði málið verið til umfjöllunar hjá nefndinni 13. febrúar 2014, undir dagskrárliðnum um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. febrúar 2014.

Til grundvallar umfjöllunar nefndarinnar nú lá minnisblað íslensks spíruframleiðenda vegna fundar utanríkismálanefndar, dags. 13. febrúar 2014, um örverumælingar á spírum, auk dæmis um rannsóknarniðurstöður frá fræbirgja dags. 2. ágúst 2013.

10) Tilskipun 2012/33/ESB (Brennisteinsinnihald skipaeldsneytis). Kl. 16:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um tilskipun 2012/33/ESB, er varðar brennisteinsinnihald skipaeldsneytis. Síðast hafði málið verið til umfjöllunar hjá nefndinni 13. febrúar 2014, undir dagskrárliðnum um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. febrúar 2014.

11) Reglugerð (ESB) nr. 141/2003, er varðar Heilsufarsrannsókn Evrópusambandsins Kl. 16:34
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um reglugerð (ESB) nr. 141/2003, er varðar Heilsufarsrannsókn Evrópusambandsins. Síðast hafði málið verið til umfjöllunar hjá nefndinni 1. apríl 2014, undir dagskrárliðnum um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 4. apríl 2014.

12) Reglugerð (ESB) nr. 812/2013, er varðar orkumerkingar vatnshitara Kl. 16:38
Nefndin fjallaði samhliða um sjö mál:
- Reglugerð (ESB) nr. 812/2013, er varðar orkumerkingar vatnshitara
- Reglugerð (ESB) nr. 801/2013, er varðar kröfur varðandi visthönnun raf- og rafeindatækja til heimilis- og skrifstofunota
- Reglugerð (ESB) nr. 811/2013, er varðar orkumerkingar hitara fyrir rými
- Ákvörðun 2013/633/ESB, er varðar veitingu umhverfismerkis ESB fyrir raf- eða gasdrifnar varmadælur.
- Framselda reglugerð (ESB) nr. 665/2013 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksuga.
- Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 617/2013 frá 26. júní 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun tölva og netþjóna.
- Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 666/2013 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun ryksuga.

Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um framangreind mál, sem síðast höfðu verið til umfjöllunar annars vegar 1. apríl 2014 (fjögur fyrst töldu málin) undir dagskrárliðnum um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 4. apríl 2014, og hinsvegar 6. desember 2013 (þrjú síðast töldu málin) undir dagskrárliðnum um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. desember 2013.

13) Reglugerð (ESB) nr. 801/2013, er varðar kröfur varðandi visthönnun raf- og rafeindatækja til heimilis- og skrifstofunota Kl. 16:38
Sjá bókun við 12. dagskrárlið.

14) Reglugerð (ESB) nr. 811/2013, er varðar orkumerkingar hitara fyrir rými Kl. 16:38
Sjá bókun við 12. dagskrárlið.

15) Ákvörðun 2013/633/ESB, er varðar veitingu umhverfismerkis ESB fyrir raf- eða gasdrifnar varmadælur Kl. 16:38
Sjá bókun við 12. dagskrárlið.

16) Framseld reglugerð (ESB) nr. 665/2013 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksuga. Kl. 16:38
Sjá bókun við 12. dagskrárlið.

17) Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 617/2013 frá 26. júní 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun tölva og netþjóna. Kl. 16:38
Sjá bókun við 12. dagskrárlið.

18) Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 666/2013 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun ryksuga. Kl. 16:38
Sjá bókun við 12. dagskrárlið.

19) Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 666/2013 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun ryksuga. Kl. 16:38
Sjá bókun við 12. dagskrárlið.

20) Önnur mál Kl. 16:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:50