15. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 10:25
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:45

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1877. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) 438. mál - samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árunum 2019 og 2020 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Þórir Ibsen frá utanríkisráðuneyti og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður nefndarinnar.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014 frá 26. nóvember 2014 um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarvörur fyrir almenna fjárfesta (PRIIP) Kl. 09:55
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1991 frá 29. október 2017 sem breytir reglugerðum (ESB) 345/2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði og 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði Kl. 09:58
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 6. desember 2019 Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Unnur Elfa Hafsteinsdóttir og Gunnar Þorbergur Gylfason frá félagsmálaráðuneyti, Heimir Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Bergþór Magnússon, Gautur Sturluson og Kristín Halla Kristinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Kristín Ninja Guðmundsdóttir og Rögnvaldur G. Gunnarsson frá heilbrigðisráðuneyti.

Gestirnir kynntu þær ákvarðanir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 6. desember nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 429. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2019 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:20
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 6 og 7.

Á fund nefndarinnar komu Gautur Sturluson frá utanríkisráðuneyti, Heimir Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var valin framsögumaður málsins.

7) 428. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2019 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:20
Sjá athugasemd við 6. dagskrárlið.

Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður málsins.

8) Önnur mál Kl. 10:30
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40