13. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:00
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00

Össur Skarphéðinsson og Elín Hirst voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1695. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð (EB) nr. 80/2009, er varðar tölvufarskráningarkerfi Kl. 09:05
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) Reglugerð (ESB) nr. 812/2013, er varðar orkumerkingar vatnshitara Kl. 09:12
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3-9. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málin og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

Einn nefndarmaður, Frosti Sigurjónsson, lýsti sig andvígan afgreiðslu málsins og lagði fram eftirfarandi bókun: „Ísland hefur fjárfest í orkuverum sem skila landsmönnum ódýrri orku án teljandi mengunar. Þær kröfur sem Evrópusambandið gerir til orkunýtni tækjabúnaðar og húsnæðis fara nú vaxandi. Kröfurnar eru íþyngjandi og valda kostnaði sem erfitt er að réttlæta. Þjóðir sem búa við mjög dýra orku geta vissulega réttlætt að fjárfesta í bættri orkunýtingu því hún borgar sig hratt upp. En hér á landi er orkan svo ódýr að fjárfesting í bættri orkunýtni borgar sig seint eða aldrei. Ísland ætti því að óska eftir undanþágu frá því að innleiða gerðir ESB um orkumál sem augljóslega miðast við allt aðrar aðstæður í orkumálum en við búum við. Ég andmæli því innleiðingu þessara gerða á Íslandi.“

4) Reglugerð (ESB) nr. 801/2013, er varðar kröfur varðandi visthönnun raf- og rafeindatækja til heimilis- og skrifstofunota Kl. 09:12
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

5) Reglugerð (ESB) nr. 811/2013, er varðar orkumerkingar hitara fyrir rými Kl. 09:12
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

6) Ákvörðun 2013/633/ESB, er varðar veitingu umhverfismerkis ESB fyrir raf- eða gasdrifnar varmadælur Kl. 09:12
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

7) Framseld reglugerð (ESB) nr. 665/2013 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksuga. Kl. 09:12
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

8) Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 617/2013 frá 26. júní 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun tölva og netþjóna. Kl. 09:12
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

9) Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 666/2013 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun ryksuga. Kl. 09:12
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

10) Önnur mál Kl. 09:27
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:37