52. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 16. mars 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:45
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Samningar íslenska ríkisins og lyfjaframleiðenda bóluefna við Covid-19 Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ástu Valdimarsdóttur og Áslaugu Einarsdóttur frá heilbrigðisráðuneyti.

3) Spilafíkn og áhrif á líf og fjölskyldu - Meðferðarúrræði og stefna stjórnvalda Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið.

4) Málefni hjúkrunarheimila á vegum sveitarfélaga Kl. 10:30
Helga Vala Helgadóttir og Ólafur Þór Gunnarsson lögðu fram, og nefndin samþykkti, eftirfarandi bókun:

Velferðarnefnd Alþingis lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem nú er komin upp vegna færslu á rekstri hjúkrunarheimila frá sveitarfélögum til ríkisins.

Velferðarnefnd Alþingis hvetur stjórnvöld til að ganga þannig frá yfirfærslunni að starfsfólki sé tryggð áframhaldandi atvinna og réttindi þess og kjör séu tryggð líkt og fordæmi er fyrir við sambærilega yfirfærslu og að m.a. verði horft til þeirra lagareglna sem finna má í lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, nr. 72/2002.

Telji stjórnvöld lagasetningu nauðsynlega er velferðarnefnd reiðubúin að koma að því og mun gera sitt til að tryggja hraðan framgang slíks frumvarps innan nefndarinnar ef af verður eða leggja slíkt frumvarp fram í nafni nefndarinnar. Nefndin bendir á að mikilvægt er að lausn fáist sem fyrst í málinu, enda skammur tími til stefnu, og mikilvægir hagsmunir vinnandi fólks í húfi, sem og þjónusta við viðkvæma skjólstæðinga.

5) 452. mál - málefni innflytjenda Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Tryggva Þórhallsson, Bryndísi Gunnlaugsdóttur og Önnu G. Björnsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

6) 456. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 11:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Tryggva Þórhallsson og Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

7) 529. mál - gerð skoðanakönnunar um afstöðu til dánaraðstoðar meðal heilbrigðisstarfsfólks Kl. 11:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 30. mars og að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður þess.

8) Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið.

9) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45