62. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 09:02


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:02
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:02
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:02
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:02
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:04

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:23
Halldóra Mogensen vék af fundi kl. 10:30.
Lilja Rafney Magnúsdóttir vék af fundi kl. 10:38.

Villhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) Flutningur lífsýna til greiningar erlendis Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórð Sveinsson frá Persónuvernd.

3) Skýrsla verkefnastjórnar um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila Kl. 09:32
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gylfa Magnússon og Gísla Pál Pálsson.

4) 563. mál - réttindi sjúklinga Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Maren Albertsdóttur frá Umboðsmanni Alþingis.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55