58. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 14. apríl 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson og Lilja Rafney Magnúsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 645. mál - lýðheilsustefna Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásthildi Knútsdóttur, Rögnvald G. Gunnarsson og Sigríði Jakobínudóttur frá heilbrigðisráðuneyti.

3) 563. mál - réttindi sjúklinga Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Nönnu Guðnýju Sigurðardóttur, Gunni Helgadóttur, Jón Snorrason og Hörpu Hrund Albertsdóttur frá Hrafnistu, Auði Axelsdóttur frá Hugarafli og Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur, Karólínu Finnbjörnsdóttur og Árnýju Guðmundsdóttur frá Félagi heyrnalausra.

4) Sóttvarnahús - reglugerð heilbrigðisráðherra Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið.

5) 644. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 29. apríl og að Halldóra Mogensen yrði framsögumaður þess.

6) 713. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 29. apríl og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

7) 714. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 29. apríl og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin ákvað að óska eftir áliti Persónuverndar á lögmæti flutnings sýna og greiningum á þeim til rannsóknarstofu í Danmörku.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00