Merking og rekjanleiki sprengiefna

(1309088)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
01.11.2013 4. fundur utanríkismálanefndar Merking og rekjanleiki sprengiefna
Formaður lét dreifa drögum að bréfi til utanríkisráðuneytisins, með áliti/afstöðu nefndarinnar sbr. 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála, um tilskipun 2012/4/ESB, er varðar merkingu og rekjanleika sprengiefna. Tilskipunin hafði fengið efnislega umfjöllun í allsherjar- og menntamálanefnd og setti nefndin fram sjónarmið sín í áliti sem fylgdi drögum að bréfi utanríkismálanefndar til utanríkisráðuneytisins.

Framangreind drög voru samþykkt.
10.10.2013 3. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Merking og rekjanleiki sprengiefna
Nefndin afgreiddi álit sitt.
08.10.2013 2. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Tilskipun 2012/4 - Merking og rekjanleiki sprengiefna
Á fund nefndarinnar kom Gunnlaugur Geirsson frá innanríkisráðuneytinu. Fór hann yfir Tilskipun 2012/4 um merkingu og rekjanleika sprengiefna og svaraði spurningum nefndarmanna.