Reglug 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og vottun losunar á koldíoxíði frá sjóflutningum

(1607021)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
13.09.2016 62. fundur utanríkismálanefndar Reglug 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og vottun losunar á koldíoxíði frá sjóflutningum
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Nikulásson og Ásbjörn Skúlason frá Eimskip og Guðmundur Þór Gunnarsson og Guðmundur Óskarsson frá Samskip. Gestirnir svöruðu spurningum fundarmanna.
06.09.2016 61. fundur utanríkismálanefndar Reglug 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og vottun losunar á koldíoxíði frá sjóflutningum
Á fund nefndarinnar komu Finnur Þór Birgisson og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Helga Jónsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
17.08.2016 67. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reglug 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og vottun losunar á koldíoxíði frá sjóflutningum
Formaður dreifði drögum að áliti nefndarinnar til utanríkismálanefndar og BÁ lagði til að það yrði afgreitt.

Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, KaJúl, HE, BÁ, ElH skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, SSv, og VilÁ.
10.08.2016 66. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reglug 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og vottun losunar á koldíoxíði frá sjóflutningum
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson og Sigríði Svönu Helgadóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem kynntu málið fyrir nefndarmönnum og svöruðu spurningum.