Staða samgönguframkvæmda

Frumkvæðismál (2010328)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Vegagerðin 02.06.2023

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
07.06.2023 65. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Staða samgönguframkvæmda
Nefndin samþykkti að birta minnisblað sem henni barst frá Vegagerðinni um stöðu vegáætlunar 2023 og yfirlit um framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar fyrir árið 2023 á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
11.05.2023 53. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Staða samgönguframkvæmda
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá Vegagerðinni um stöðu vegáætlunar 2023 og yfirlit um framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar fyrir árið 2023. Óskað var eftir sundurliðuðum upplýsingum um þau verkefni sem eru undir safnliðum, t.d. tengivegi.
09.05.2023 52. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Staða samgönguframkvæmda
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bergþóru Þorkelsdóttur og Guðmund Val Guðmundsson frá Vegagerðinni. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
22.10.2020 4. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Staða samgönguframkvæmda
Á fund nefndarinnar mættu Bergþóra Þorkelsdóttir, Guðmundur Valur Guðmundsson og Bryndís Friðriksdóttir frá Vegagerðinni. Gestir kynntu stöðu samgönguframkvæmda og svöruðu spurningum nefndarmanna.