Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fimmtudaginn 14. mars - fundurinn fellur niður

12.3.2019

Fundurinn fellur niður.

Opinn fundur verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fimmtudaginn 14. mars kl. 14:00.
 
Umfjöllunarefni fundarins er lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.
 
Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir. Gestir fundarins verða Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs, og Rannveig Júníusdóttir, framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd