Tilkynningar

Alþingi kynnt í Vísindaskóla unga fólksins á Akureyri

24.6.2021

Lýðræðið og starfsemi Alþingis er á meðal þess sem er á dagskrá í Vísindaskóla unga fólksins sem nú stendur yfir í Háskólanum á Akureyri. Þar eru 80 nemendur á aldrinum 11–13 ára sem fá innsýn í störf þingsins undir leiðsögn fræðslustjóra og upplýsingafulltrúa á skrifstofu Alþingis.

Börnin læra hvað felst í orðinu lýðræði, fræðast um störf Alþingis og fara í hlutverkaleik. Þar setja þau sig í hlutverk þingmanna, búa til sín eigin lagafrumvörp, rökræða og greiða síðan atkvæði um frumvörpin, rétt eins og gert er á löggjafarsamkomunni við Austurvöll í Reykjavík. Þá koma þingmenn í heimsókn og miðla af reynslu sinni af þingstörfunum.

20210624_10350320210624_10301020210622_135104