Tilkynningar

Alþingismenn hitta kjósendur á kjördæmadögum

26.2.2024

Kjördæmadagar eru 26.–29. febrúar og eru því engir þingfundir á Alþingi þessa vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.

Næsti þingfundur verður haldinn mánudaginn 4. mars samkvæmt starfsáætlun Alþingis.