Tilkynningar

Athöfn á Austurvelli 19. júní til heiðurs konum

19.6.2015

Einn þáttur í dagskrá á vegum afmælisnefndar 100 ára kosningarréttar kvenna 19. júní er athöfn sem verður við Austurvöll. Frá kl. 15–16 ómar Austurvöllur af kórsöng til heiðurs konum eftir skrúðgöngu frá Miðbæjarskóla sem kemur inn á Austurvöll kl. 16.00 hefst dagskrá sem er svohljóðandi:

  • Kórsöngur margra kóra.
  • Ávarp til æskunnar: Frú Vigdís Finnbogadóttir talar frá svölum Alþingishússins.
  • Léttsveit Reykjavíkur frumflytur lag og ljóð samin í tilefni afmælisársins.
  • Ávarp forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, frá svölum Alþingishússins.
  • Barnakór Vatnsendaskóla syngur.
  • Afhjúpun höggmyndar af fyrstu konunni sem kjörin var til Alþingis.
  • Léttsveit Reykjavíkur og Kvennakórinn Katla syngja.
  • Baráttuávarp, Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands.
  • Léttsveit Reykjavíkur og Kvennakórinn Katla syngja.

Nánari upplýsingar um viðburði 19. júní 2015 eru á vef afmælisnefndar.