Tilkynningar

Konur á Alþingi í 100 ár

20.2.2023

Boðið var til hátíðarsamkomu í Alþingishúsinu 19. febrúar 2023 í tilefni af því að 15. febrúar voru liðin 100 ár síðan Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi, fyrst kvenna.

21709-328

Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, og fyrsti varaforseti, Oddný G. Harðardóttir, leggja blómsveig við styttuna af Ingibjörgu H. Bjarnason. Heiðrún Pálsdóttir, verkefnastjóri viðburða á skrifstofu Alþingis, heldur á regnhlífinni.
© Bragi Þór 

21709-400

Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir og Jóhann Sigurðarson flytja brot úr þingræðum. Í hlutverki sögumanns er Atli Freyr Steinþórsson, sérfræðingur í útgáfudeild á skrifstofu Alþingis.
© Bragi Þór

21709-472

Fyrrverandi og núverandi þingmenn stinga saman nefjum yfir kaffiveitingum í efrideildarsal að dagskrá lokinni.
© Bragi Þór


21709-482

Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Álfheiður Ingadóttir.
© Bragi Þór

21709-485

Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason.
© Bragi Þór

21709-507

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
© Bragi Þór


21709-578

Ilmur Kristjánsdóttir, sem fór með hlutverk Ingibjargar H. Bjarnason í leiklestri úr þingræðum, á spjalli við Salóme Þorkelsdóttur undir portrettinu af Ingibjörgu, sem var skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík þegar Salóme hóf þar nám haustið 1941.
© Bragi Þór

21709-461

Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Elsa Lára Arnardóttir, Ingibjörg Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir.
© Bragi Þór


21709-493

Kristín Ástgeirsdóttir, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
© Bragi Þór

 

21709-592

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Birgir Ármannsson og Hildur Sverrisdóttir. 
© Bragi Þór

Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari tók myndir á hátíðarsamkomunni og má sjá fleiri myndir frá henni á Flickr-síðu Alþingis.