Tilkynningar

Laust starf í öryggis- og þjónustudeild á skrifstofu Alþingis

29.9.2023

Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi í stöðu þingvarðar í öryggis- og þjónustudeild. Verkefni starfsfólks eru m.a. umsjón með öryggismálum, almenn þjónusta við þingmenn, starfsfólk og gesti, akstursþjónusta, aðstoð við útsendingar þingfunda og önnur verkefni sem deildinni eru falin. Starfsfólk deildarinnar tekur þátt í teymisvinnu þvert á starfseiningar skrifstofu Alþingis og í starfinu felst frábært tækifæri til kynnast líflegu og skemmtilegu starfsumhverfi þingsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónusta við þingmenn og starfsfólk
  • Öryggisgæsla og akstur
  • Tæknivinna við útsendingu þingfunda
  • Eftirlit með húsnæði þingsins
  • Móttaka gesta og símsvörun

Hæfniskröfur

  • Stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Marktæk starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Mjög góð tölvu- og tæknikunnátta
  • Aukin ökuréttindi eru kostur
  • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta, önnur tungumálakunnátta kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem forseti Alþingis og Félag starfsmanna Alþingis hafa gert.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum í ráðningarkerfi Orra.

Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um. Skrifstofa Alþingis hefur hlotið jafnlaunavottun og starfar í samræmi við betri vinnutíma. Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, virðing og framsækni.

Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 09.10.2023.

Nánari upplýsingar veitir

Sigurlaug Skaftad. McClure, deildarstjóri –  sigurlaugs@althingi.is – 563-0500

Sækja um starf