Tilkynningar

Laust starf sérfræðings í stoðteymi

3.2.2023

Ertu fjölhæfur sérfræðingur sem hefur áhuga á störfum Alþingis? Skrifstofa Alþingis leitar að öflugum sérfræðingi til að sinna krefjandi og fjölbreyttum verkefnum í lifandi umhverfi. Um er að ræða stöðu í stoðteymi sem sinnir almennri ritaraþjónustu fyrir nefndir og fleiri einingar auk annarra verkefna. Teymið tók um áramót við nýjum verkefnum samhliða skipulagsbreytingum. Teymið vinnur þvert á svið og deildir skrifstofunnar í samstarfi við starfsfólk og stjórnendur. Einnig kemur til greina að ráða í tímabundna stöðu vegna afleysingar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn ritaraþjónusta þ.m.t. boðun fund og gesta
  • Miðlæg móttaka og skráning erinda og gagna
  • Þátttaka í skipulagningu og undirbúningi nefndastarfa Alþingis
  • Gerð samantekta, greiningarvinna og úrvinnsla upplýsinga
  • Önnur verkefni sem stoðteyminu eru falin

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Faglegur metnaður, jákvæðni og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku
  • Góð tölvufærni og þekking á skjalastjórn
  • Reynsla af teymisvinnu er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem forseti Alþingis og Félag starfsmanna Alþingis hafa gert.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Umsókninni skal einnig fylgja staðfesting á prófgráðum og upplýsingar um meðmælendur. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum í ráðningarkerfi Orra. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um. Skrifstofa Alþingis hefur hlotið jafnlaunavottun og starfar í samræmi við betri vinnutíma. Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, virðing og framsækni.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 15.02.2023.

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Eva Sigurðardóttir, sviðsstjóri nefnda- og greiningarsviðs – hildureva@althingi.is – 563-0500

Sækja um starf