Tilkynningar

Ensk þýðing á skýrslu nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins

18.6.2012

Skýrsla nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins (pdf) hefur verið þýdd á ensku og birt á vef Alþingis. Ensk þýðing skýrslunnar: Report of the Parliamentary Committee on the Strengthening of the Green Economy (pdf).

Nefndin sem var kosin af Alþingi til að kortleggja sóknarfæri íslensks atvinnulífs á sviði grænnar atvinnusköpunar, samkvæmt ályktun Alþingis, skilaði skýrslu um eflingu græna hagkerfisins 29. september 2011. Í nefndinni áttu sæti, Skúli Helgason, formaður, Arna Lára Jónsdóttir, Bergur Sigurðsson, Dofri Hermannsson, Guðný Káradóttir (kosin 8. desember 2010), Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Guðmundur Steingrímsson, Illugi Gunnarsson og Salvör Jónsdóttir.

Í mars 2012 var samþykkt þingsályktun um eflingu græna hagkerfisins, ferill málsins, með tenglum í skjöl og ræður.