Tilkynningar

Staða sérfræðings í alþjóðamálum á nefndasviði Alþingis

17.8.2012

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir sérfræðingi í alþjóðamálum í stöðu alþjóðaritara. Staðan er tímabundin til eins árs. Alþjóðaritarar starfa á nefndasviði Alþingis fyrir alþjóðanefndir þingsins og vinna verkefni er tengjast erlendu samstarfi. Starfið er krefjandi og því fylgja töluverð ferðalög.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Framhaldsmenntun á háskólastigi á sviði alþjóðastjórnmála (meistaragráða eða sambærileg menntun)
  • Víðtæk þekking á alþjóðasamstarfi
  • Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Fullt vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli, auk góðrar kunnáttu í einu Norðurlandamáli
  • Starfsreynsla á sviði alþjóðasamstarfs er æskileg

 

Staðan er laus nú þegar og er tímabundin til eins árs. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis.

Nánari upplýsingar veita Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs, og Stígur Stefánsson, deildarstjóri alþjóðanefnda, í síma 563 0400.

Umsóknarbréf ásamt greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar með tölvupósti á netfangið starfsmannahald@althingi.is fyrir 31. ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Gildi skrifstofu Alþingis eru:
þjónustulund, fagmennska og samvinna.