Tilkynningar

Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag 27. janúar opinn fréttamönnum frá kl. 13.00

27.1.2012

Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis föstudaginn 27. janúar verður opinn fréttamönnum frá kl. 13.00. Rætt verður um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands, um stjórnskipan, Alþingi, forseta, ríkisstjórn og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Gestir verða:
kl. 13.00 Sigurður Líndal, kl. 14.00 Skúli Magnússon (símafundur), kl.15.00 Jón Ólafsson og Gunnar Helgi Kristinsson.

Dagskrá fundarins.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fjölmiðlamönnum meðan húsrúm leyfir.

Fundurinn er opinn fréttamönnum en er hvorki tekinn upp né sent beint út frá honum á vegum Alþingis.

Fundurinn verður haldinn með stoð í nýju ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis.