Tilkynningar

Hátíðarsamkoma í Alþingishúsinu í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands - 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar minnst

16.6.2011

Hátíðarsamkoma verður haldin í Alþingishúsinu 17. júní í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá stofnun Háskóla Íslands í þinghúsinu.


Ávörp flytja forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, starfandi menntamálaráðaherra, Svandís Svavarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir og formaður Stúdentaráðs, Lilja Dögg Jónsdóttir. Háskólakórinn syngur við athöfnina.

Að lokinni athöfn í þingsal afhjúpar rektor Háskóla Íslands veggmynd í forsal á 1. hæð til minningar um starfsemi háskólans í þinghúsinu, en þar var háskólinn til húsa frá 1911 til 1940. Forseti Alþingis mun færa Háskóla Íslands gjöf frá Alþingi.

Forseti Alþingis opnar einnig sýningu um þingstörf Jóns Sigurðssonar forseta og starfsemi háskólans í Alþingishúsinu. Sýningin verður eingöngu opin 17. júní og verður Alþingishúsið opið almenningi frá kl. 14 til 17.30.