Tilkynningar

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn 2007-2008

3.5.2007

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá september 2007 til ágústloka 2008. 
Í úthlutunarnefndinni eiga sæti Jakob Yngvason prófessor, formaður, Anna Agnarsdóttir prófessor, og Hrafnhildur Stefánsdóttir lögfræðingur. Ritari nefndarinnar er Þorsteinn Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóri (stjórnsýsla). 


Alls bárust nefndinni að þessu sinni 14 umsóknir.

Sjö fræðimenn fá afnot af íbúðinni, sem hér segir:
Anna Þ. Þorgrímsdóttir til að rannsaka íslenska forngripi í Þjóðminjasafni Danmerkur.Ásmundur G. Vilhjálmsson til að vinna að riti um skattarétt.Björg Thorarensen til að vinna að rannsókn á mannréttindaákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar.Brynhildur Þórarinsdóttir til að vinna að athugun á notkun barnabóka í dönskum skólum.Jón Þ. Þór til að rannsaka og vinna rit um ævi Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns) Hólabiskups.Oddur Benediktsson til að rannsaka og vinna rit um sögu tölvuvæðingar á Íslandi.Soffía Birgisdóttir til að vinna að rannsókn á ævi Guðrúnar Sveinbjarnardóttur.

Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnustofu í Jónshúsi.