Tilkynningar

Afhending málverks af Ragnhildi Helgadóttur, fyrrverandi þingforseta

25.10.2002

Föstudaginn 25. okt. 2002 afhenti Landssamband sjálfstæðiskvenna Alþingi að gjöf málverk af Ragnhildi Helgadóttur, fyrrverandi forseta neðri deildar.

Ragnhildur Helgadóttir var alþingismaður 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991. Á þeim tíma var hún forseti Nd. 1961-1962 og 1974-1978. Jafnframt var hún 2. varaforseti Sþ. 1959 og 2. varaforseti Nd. 1959-1961 og 1962-1963. Ragnhildur var menntamálaráðherra 1983-1985 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985-1987.