Tilkynningar

Saga þingræðis á Íslandi

28.9.2005

Forsætisnefnd Alþingis hefur ákveðið að láta rita sögu þingræðis á Íslandi í tilefni þess að öld er liðin frá upphafi þess hér á landi.

Ákveðið hefur verið að fela Þorsteini Pálssyni sendiherra að hafa með höndum ritun verksins. Þá hefur verið skipuð tveggja manna ritnefnd. Í henni eiga sæti Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði við Kennaraháskóla Íslands, og dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík.

Forsætisnefnd fól höfundi og ritnefnd að skilgreina í upphafi starfs síns verklag og efnistök og leggja fram kostnaðar- og tímaáætlun fyrir verkið. Tillögur og áætlanir nefndarinnar verða síðan lagðar fyrir forsætisnefnd.