Tilkynningar

Upptökur af opnum fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

11.10.2013

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt opna fundi föstudaginn 11. október 2013 um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Upptökur af fundunum eru á síðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrsluna ásamt gögnum sem tengjast umfjöllun nefndarinnar um málið.

Fyrri fundurinn hófst kl. 10:00 og seinni fundurinn kl. 14:30.
 

Gestir fyrri fundarins voru:
Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar.

Páll Gunnar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Gestir seinni fundarins voru:
Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.

Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa.
Guðmundur I. Guðmundsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Ríkiskaupa.