Tilkynningar

Laus störf á skrifstofu Alþingis - umsóknarfrestur rennur út í dag, 11. febrúar

11.2.2013

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða ritara þingmanna og starfsmann í ræstingar.

Staða ritara þingmanna á skrifstofu Alþingis
Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða ritara þingmanna sem getur sinnt almennum ritarastörfum og einnig unnið sjálfstætt sem sérfræðingur við öflun, vistun og úrvinnslu gagna.

Helstu verkefni:
• Almenn tölvu- og ritvinnsluþjónusta.
• Skjalavarsla, bréfaskriftir og símaþjónusta.
• Öflun og úrvinnsla gagna.
• Undirbúningur funda.
• Önnur verkefni ritara.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Rík þjónustulund.
• Gott vald á íslenskri tungu.
• Góð kunnátta í ensku og norðurlandamáli, bæði í rituðu og töluðu máli.
• Leikni í ritvinnslu og tölvunotkun.

Þeir sem koma til álita í starfið verða beðnir um að þreyta sérstakt hæfnispróf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Upphaf ráðningar er samkvæmt samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Þórarinsdóttir, forstöðumaður rekstrar- og þjónustusviðs í síma 563-0500.

Umsóknarbréf ásamt greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar með tölvupósti á netfangið: starfsmannahald@althingi.is fyrir 11. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Starfsmaður í ræstingu.
Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir starfsmanni í ræstingu. Um er að ræða fullt starf á dagvinnutíma, vinnutími er kl. 8.00-16.00 eða 7.00-15.00.

Hæfniskröfur:
• Reynsla af vinnu við ræstingar æskileg.
• Hreinlæti.
• Sjálfstæð vinnubrögð.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Hæfileiki til að vinna með öðrum.

Nánari upplýsingar veitir Jóna Brynja Tómasdóttir, ræstingastjóri, í síma 563-0500, eða á netfanginu jbt@althingi.is.
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á netfangið starfsmannahald@althingi.is fyrir 11. febrúar næstkomandi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Launakjör taka mið af kjarasamningi Eflingar og ríkis.

Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Gildi Skrifstofu Alþingis eru:
þjónustulund, fagmennska og samvinna.