Tilkynningar

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis - athugasemdir við frumvarp til stjórnarskipunarlaga

29.11.2012

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis gefur þeim sem þess óska kost á að senda skriflegar athugasemdir við frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingar á stjórnarskrá Íslands.

Nefndin veitir viðtöku umsögnum og erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum á netfangið stjornskipun@althingi.is. Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að umsagnir berist eftir tiltekinn tíma, þ.e. 13. desember, munu þær verða lagðar til grundvallar afgreiðslu málsins á meðan það er til umfjöllunar.

Eldri umsagnir um skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands sem voru til meðferðar á síðasta löggjafarþingi liggja einnig til grundvallar við vinnu nefndarinnar við frumvarpið.

Frumvarpið er að finna á vefslóðinni: www.althingi.is/s510
Eldri umsagnir er að finna á vefslóðinni: www.althingi.is/e3/

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis

Póstfang:
Skrifstofa Alþingis – nefndasvið
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík