Tilkynningar

Heimsókn utanríkismálanefndar til Kanada 1.-5. október

1.10.2012

Dagana 1.-5. október verður utanríkismálanefnd Alþingis í Kanada og heimsækir Ottawa og Winnipeg. Tilgangur heimsóknarinnar er að ræða samstarf við Kanadamenn á sviði norðurslóðamála, viðskipta og menningar. Í Ottawa mun nefndin m.a. funda með systurnefndum sínum í kanadíska þinginu og utanríkisráðuneyti. Í Winnipeg á nefndin fundi með forsætisráðherra og nýsköpunar- og viðskiptaráðherra Manitobafylkis auk þess að hitta fulltrúa samfélags Vestur-Íslendinga.

Eftirtaldir nefndarmenn fara í ferðina: Árni Þór Sigurðsson formaður, Bjarni Benediktsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Bjarnason, Ragnheiður E. Árnadóttir, Róbert Marshall og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.