Tilkynningar

Ferð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til Ósló 30. september til 3. október

28.9.2012

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður í Ósló frá 30. september til 3. október 2012. Nefndin mun kynna sér störf norsku eftirlits- og stjórnskipunarnefndarinnar og m.a. vera viðstödd opinn fund nefndarinnar og eiga fund með nefndarmönnum. Þá mun nefndin eiga fund með yfirstjórnendum Stórþingsins og starfsmönnum eftirlits- og stjórnskipunarnefndarinnar. Jafnframt mun íslenska nefndin eiga fundi bæði með umboðsmanni Stórþingsins og ríkisendurskoðun.

Eftirtaldir þingmenn fara í ferðina: Valgerður Bjarnadóttir formaður, Álfheiður Ingadóttir 1. varaformaður, Lúðvík Geirsson, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vigdís Hauksdóttir.