Tilkynningar

Nýkjörinn umboðsmaður Alþingis boðinn velkominn

6.5.2021

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, heimsóttu í dag Skúla Magnússon, nýkjörinn umboðsmann Alþingis, og buðu hann velkominn til starfa.

Umboðsmaður Alþingis er kjörinn til fjögurra ára í senn og er Skúli Magnússon sá þriðji sem er kjörinn í embættið. Fyrstur var kjörinn Gaukur Jörundsson, sem stýrði embættinu frá stofnun þess, 1. janúar 1988, til ársloka 1999. Næstur var Tryggvi Gunnarsson, sem var kjörinn í embættið frá 1. janúar 2000. Embætti umboðsmanns Alþingis er til húsa í Þórshamri við Templarasund og þar starfa 17 manns.

Vefur umboðsmanns Alþingis

Steingrimur-Skuli-og-RagnaForseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, og skrifstofustjóri, Ragna Árnadóttir, færðu Skúla Magnússyni, nýkjörnum umboðsmanni Alþingis, blómvönd um leið og þau buðu hann velkominn til starfa.