Tilkynningar

Ríkisendurskoðandi opnar starfsstöð á Akureyri

31.5.2021

Ríkisendurskoðun opnaði starfsstöð á Akureyri sl. föstudag. Verkefni hennar verða að annast fjárhagsendurskoðun á A-stofnunum, svo sem heilsugæslu, menntastofnunum, lögreglu, sýslumönnum og ýmsum stofnunum á Norður- og Austurlandi og annast stjórnsýsluúttektir og liðsinna við eftirlit með ríkistekjum.

Á undanförnum árum hefur starfsfólk komið úr Reykjavík til að sinna þessum verkefnum en nú verða fimm starfsmenn á Akureyri. Jafnframt er áformað að færa ákveðin verkefni fyrir landið allt, sem eingöngu eru unnin rafrænt, til Akureyrar. Skrifstofa Ríkisendurskoðunar á Akureyri er að Glerárgötu 34.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti, voru viðstaddir opnunina og Auður Elva Jónsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri, mætti fyrir hönd skrifstofu Alþingis.

SJS-Rikisendurskodun-Akureyri-28052021

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti ávarp við opnunina.