Tilkynningar

Sérstök umræða um forvarnir

15.10.2018

Þriðjudaginn 16. október um kl. 14:00 verður sérstök umræða um forvarnir. Málshefjandi er Sigurður Páll Jónsson og til andsvara verður Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Helstu áherslur og spurningar málshefjanda eru:

Forvarnir eru lykilatriði bættrar lýðheilsu og um leið bætts reksturs í heilbrigðiskerfinu. Því skal huga að forvörnum strax í bernsku og forvarnir á að hugsa sem samfellu frá vöggu til grafar.

1. Hvernig hyggst ráðherra beita sér í forvörnum nú þegar ljóst er að þær skapa grundvöll til bættrar lýðheilsu?
2. Með hvaða hætti ætlar heilbrigðisráðherra að sjá til þess að grasrótarsamtök eins og SÁÁ og viðlíka samtök geti unnið samhliða og með mismunandi stjórnsýslustigum?

Geðheilbrigðismál eru meira áberandi vandamál, ekki síst hjá ungu fólki. Oft eru geðræn veikindi afleiðing neyslu vímuefna.

3. Er unnið hjá ráðherranum að auknum forvörnum í þessum vandamálum?

Sjúkraþjálfun og meðferð við meinum í liðum og vöðvum, svo sem baki, hálsi og útlimum hjálpar oft fólki til að læra á kvillann, með æfingum og lífstílsbreytingum. Þetta er oft kölluð annars stigs forvörn.

4. Hefur ráðherrann áform um að leggja meiri áherslu á þessa starfsemi?

Sigurður Páll Jónsson og Svandís Svavarsdóttir