Tilkynningar

Tilkynning frá forseta Alþingis til fjölmiðla um upplýsingar um starfskjör alþingismanna

15.2.2018

Tilkynning til fjölmiðla

um upplýsingar um starfskjör alþingismanna.

Frá forseta Alþingis, Steingrími J. Sigfússyni.

(15. febr. 2018.)

Í dag og undanfarna daga hefur mér, þingmönnum öllum og skrifstofu þingsins borist fjöldinn allur af fyrirspurnum um starfskjör alþingismanna, um nánast alla þætti þeirra, ýmist með ósk um upplýsingar um heildarkostnað eða sundurgreindar greiðslur og endurgreiðslur til einstakra þingmanna.

Næst á dagskrá í þessu máli er að forsætisnefnd Alþingis mun halda áfram umfjöllun sinni um þær reglur sem í gildi eru og taka þær til endurskoðunar, fyrirkomulag þeirra, eftirfylgni og upplýsingagjöf. Fyrsta skrefið er fundur forsætisnefndar nk. mánudag þar sem málið verður rætt og m.a. farið yfir hvernig upplýsingum um þessi mál verður miðlað framvegis. Eins og kom fram í tilkynningu minni fyrr í vikunni hafa hugmyndir og drög að reglum í þeim efnum verið til umræðu í nefndinni um allnokkurn tíma.

Beiðnum fjölmiðla um frekari upplýsingar verður vísað inn í vinnu forsætisnefndar og henni hraðað eins og kostur er.