Tilkynningar

Upplýsingafulltrúi á skrifstofu Alþingis

7.5.2021

Hefur þú áhuga á að starfa í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis?

Skrifstofan leitar að öflugum upplýsingafulltrúa til starfa í teymi á rannsókna- og upplýsingaskrifstofu Alþingis. Í starfinu felst móttaka, samræming og skipulagning þjónustu við skólafólk og aðra sem heimsækja vilja Alþingi eða fræðast um þingið með öðrum hætti. Enn fremur felur starfið í sér upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla, vinnslu efnis fyrir vefi og samfélagsmiðla Alþingis og umsjón með hönnunar- og útgáfuvinnu.

Verkefni rannsókna- og upplýsingaskrifstofu eru m.a. gagna- og upplýsingaöflun fyrir þingmenn og starfsfólk, gerð fræðslu- og kynningarefnis um Alþingi, móttaka gesta í Skólaþingi og Alþingishúsinu og upplýsingagjöf til almennings.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónusta við skólafólk og aðra sem fræðast vilja um Alþingi.
  • Umsjón með Skólaþingi og móttaka gesta.
  • Upplýsingagjöf til almennings og svörun fyrirspurna.
  • Gerð fræðslu- og kynningarefnis um Alþingi.
  • Umsjón með hönnun og útgáfu.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í uppeldis- og menntunarfræði eða sambærilegum greinum.
  • Marktæk reynsla af fræðslu- og kynningarstörfum.
  • Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð.
  • Skipulags- og samskiptahæfni.
  • Framsýni og tækniþekking.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Reynsla af teymisvinnu er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem forseti Alþingis og Félag starfsmanna Alþingis hafa gert. Tekið er mið af jafnréttisáætlun skrifstofu Alþingis við ráðningar.

Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, virðing og framsækni.

Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 25.05.2021.

Smelltu hér til að sækja um starfið

Nánari upplýsingar veitir 
Solveig Jónsdóttir - solveig@althingi.is - 563-0500