Tilkynningar

Úrslit í samkeppninni Andvari unga fólksins

19.11.2021

Í haust efndi skrifstofa Alþingis til ljóða- og teiknisamkeppni, Andvara unga fólksins, fyrir nemendur í 5. bekk grunnskóla. Tilefnið var 150 ára afmæli Hins íslenska þjóðvinafélags sem upphaflega var stofnað af nokkrum alþingismönnum. Félagið gefur árlega út tímaritið Andvara og Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags. Í Andvara birtast greinar um menningarleg málefni og vísindi og áður fyrr voru einnig gjarnan birt ljóð og annar skáldskapur. 

Þema keppninnar voru náttúruvísindi og barst fjöldinn allur af fallegum verkum. Í dómnefnd sátu Gerður Kristný rithöfundur og Rán Flygenring myndskreytir. Sex nemendur hljóta verðlaun og viðurkenningar og er þeim óskað innilega til hamingju. 

Veitt verða þrenn verðlaun og þrjár viðurkenningar:

 Hafdis-Laufey-Omarsdottir
1. verðlaun: Hafdís Laufey Ómarsdóttir, Grunnskólanum á Hellu.
Umsögn dómnefndar um verkið: „Kraftmikil mynd sem lýsir ógn náttúruaflanna á magnaðan hátt. Sterk tjáning og frelsi í teikningu. Svona getur manni liðið!“

Rebekka-Mist-Gunnarsdottir
2. verðlaun: Rebekka Mist Gunnarsdóttir, Brekkubæjarskóla á Akranesi.
Umsögn dómnefndar um verkið: „Frábært ljóð með tengingu við þjóðsögurnar“.

Anna-Bara-Hjaltadottir
3. verðlaun: Anna Bára Hjaltadóttir, Ingunnarskóla í Reykjavík.
Umsögn dómnefndar við verkið: „Hér fara mynd og ljóð vel saman. Vel unnið verk.“


Að auku hljóta þrír nemendur viðurkenningar fyrir verk sín:

Daniel-Joseph
Daniel Joseph Kevin Kent, Ingunnarskóla í Reykjavík.

Jon-Jokull
Jón Jökull Ámundason Johansen, Grunnskóla Seltjarnarness.

Saga-Gudmunda-Elvarsdottir
Saga Guðmunda Elvarsdóttir, Grunnskóla Fjallabyggðar.


Einnig fær Ingunnarskóli sérstaka viðurkenningu fyrir vandað heildarframlag til keppninnar.

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur afmælishátíðinni og verðlaunaafhendingunni sem vera átti þann 18. nóvember verið frestað.

Verðlauna- og viðurkenningahöfum er óskað innilega til hamingju!

Öllum nemendum sem sendu inn efni í keppnina er þakkað kærlega fyrir þátttökuna. Öll verkin hafa verið sett upp á rafrænni listasýningu:

https://youtu.be/6FtyJQ_uIdI