Ferill 321. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 623  —  321. mál.




Frumvarp til laga



um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1999.

(Eftir 2. umr., 19. des.)



Um breytingu á lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu
og endurbætur menningarbygginga, með síðari breytingu.

1. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., sbr. 3.–6. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 154/1995, skulu tekjur af sérstökum eignarskatti umfram 480 m.kr. renna í ríkissjóð á árinu 1999.

Um breytingu á lögum nr. 66/1998, um dýralækna
og heilbrigðisþjónustu við dýr.

2. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 20. gr. laganna skulu ákvæði 1. og 5. mgr. 2. gr., 4. mgr. 5. gr., 6., 8. og 9. gr. laga nr. 77/1981, um dýralækna, með síðari breytingum, halda gildi sínu til 1. janúar 2000 og gildistöku 4. mgr. 9. gr., 11. og 12. gr. laga nr. 66/1998 frestað til sama tíma.

Um breytingu á lögum nr. 12/1952, um ráðstöfun erfðafjárskatts
og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila.

3. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna skulu tekjur af erfðafjárskatti á árinu 1999 umfram 235 m.kr. renna í ríkissjóð.

Um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra,
með síðari breytingu.

4. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 40. gr. laganna, sbr. 4. gr. laga nr. 161/1996, um hlutverk Framkvæmda­sjóðs fatlaðra, greiðist á árinu 1999 af ráðstöfunarfé sjóðsins kostnaður við félagslega hæf­ingu og endurhæfingu skv. 27. gr. laganna og kostnaður vegna starfsemi stjórnarnefndar skv. 52. gr. laganna.

Um breytingu á lögum nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál,
með síðari breytingu.
5. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 23. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 15/1997, skulu tekjur af brunavarna­gjaldi umfram 89 m.kr. renna í ríkissjóð á árinu 1999.

6. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999.