Ferill 730. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Nr. 24/127.

Þskj. 1417  —  730. mál.


Þingsályktun

um skipan nefndar til að kanna reynslu af einkavæðingu og einkaframkvæmd.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd, sem í verði m.a. fulltrúar allra þingflokka, til að kanna reynslu af einkavæðingu og einkaframkvæmd. Nefndin líti sérstaklega til þeirra ríkja þar sem einkavæðingu og einkaframkvæmd hefur verið beitt í ríkum mæli.

Samþykkt á Alþingi 29. apríl 2002.