Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 122. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 34/143.

Þingskjal 1226  —  122. mál.


Þingsályktun

um landsnet ferðaleiða.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra að hefja nú þegar í sameiningu vinnu við skipulagningu og kortlagningu leiða- og þjónustukerfis fyrir ferðamenn sem ferðast um landið fótgangandi, á reiðhjólum eða á hestum þannig að til verði eitt samtengt landsnet ferðaleiða. Einnig verði lagt mat á hvort þarft sé að skipuleggja og kortleggja ferðaleiðir fyrir fólk á sjókajökum eða gönguskíðum og fella slíkar ferðaleiðir inn í landsnet ferðaleiða sé talin þörf á því. Ráðherrarnir ljúki vinnunni eigi síðar en 1. janúar árið 2017.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.