Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 182. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 35/143.

Þingskjal 1227  —  182. mál.


Þingsályktun

um hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að láta yfirfara viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri við heildarendurskoðun umferðarlaga með það að markmiði að fækka slíkum tilvikum. Sérstaklega skuli skoða eftirfarandi leiðir:
     1.      Lækkun refsimarka ölvunaraksturs úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill og samsvarandi mæling öndunarsýnis.
     2.      Námskeið um alvarleika ölvunar- og vímuefnaaksturs.
     3.      Hækkun sektargreiðslna vegna ölvunar- og vímuefnaaksturs og að hluti þeirra renni í forvarnasjóð.
     4.      Ný úrræði í viðurlögum við ölvunar- og vímuefnaakstri.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.