Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 293. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 43/143.

Þingskjal 1245  —  293. mál.


Þingsályktun

um rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku.


    Alþingi ályktar að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hefja vinnu við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands með það að markmiði að greina hagkvæmustu nýtingarkosti til framtíðar. Jafnframt verði lögð drög að uppbyggingu gagnagrunns um nýtingu sjávarorku. Einnig verði kannað með hvaða hætti Ísland gæti orðið aðili að alþjóðlegu samstarfi um nýtingu sjávarorku. Ráðherra skipi starfshóp um málefnið sem skili tillögum eigi síðar en 1. maí 2015.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.