Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.



Þingskjal 2  —  2. mál.



Frumvarp til laga

um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017.

(Lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi 2016–2017.)




I. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna:
     a.      Í stað „199.839 kr.“, „237.949 kr.“, „332.950 kr.“ og „341.541 kr.“ í 1. og 2. málsl. kemur: 205.834 kr.; 245.087 kr.; 342.939 kr.; og: 351.787 kr.
     b.      Í stað „4.800.000 kr.“ og „2.400.000 kr.“ í 3. málsl. kemur: 5.400.000 kr.; og: 2.700.000 kr.
     c.      Í stað „119.300 kr.“ í 7. málsl. kemur: 122.879 kr.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:
     a.      Í stað orðanna „og 2016“ í 1.–5. mgr. kemur: 2016 og 2017.
     b.      Í stað orðanna „og 2015“ í 1.–5. mgr. kemur: 2015 og 2016.
     c.      Í stað „4.000.000 kr.“ og „6.500.000 kr.“ í 4. mgr. kemur: 4.500.000 kr.; og: 7.300.000 kr.

II. KAFLI
Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
     a.      Í stað „112 kr.“ í 1. tölul. kemur: 117,25 kr.
     b.      Í stað „102 kr.“ í 2. tölul. kemur: 106,80 kr.
     c.      Í stað „138 kr.“ í 3. tölul. kemur: 144,50 kr.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
     a.      Í stað „459,80 kr.“ í 1. tölul. kemur: 481,40 kr.
     b.      Í stað „15,10 kr.“ í 2. tölul. kemur: 15,80 kr.
     c.      Í stað „16,45 kr.“ í 3. tölul. kemur: 17,20 kr.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
     a.      Í stað „577,60 kr.“ í 1. tölul. kemur: 604,75 kr.
     b.      Í stað „28,85 kr.“ í 2. tölul. kemur: 30,20 kr.

III. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

6. gr.

    4. mgr. 11. gr. laganna fellur brott.

7. gr.

    Í stað „1.000.000 kr.“ í 6. málsl. 1. mgr. 35. gr. laganna kemur: sem nemur fjárhæð skv. 3. tölul. 4. gr.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögunum:
     a.      Í stað „1.530.000 kr.“ og „1.020.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 1.440.000 kr.; og: 960.000 kr.
     b.      Í stað „31. desember 2016“ í 6. mgr. kemur: 31. desember 2017.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, með síðari breytingum.

9. gr.

    4. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra er heimilt í reglugerð að setja nánari ákvæði um skiptingu persónuafsláttar sem draga skal frá staðgreiðslu á hverju greiðslutímabili og önnur þau atriði sem varða ráðstöfun persónuafsláttar.

V. KAFLI
Breyting á lögum um gistináttaskatt, nr. 87/2011, með síðari breytingum.

10. gr.

    Í stað „100 kr.“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 300 kr.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.

11. gr.

    Í stað „25,60 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 26,80 kr.

12. gr.

    Í stað „41,30 kr.“ og „43,80 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 43,25 kr.; og: 45,85 kr.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, með síðari breytingum.

13. gr.

    Í stað „57,40 kr.“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: 60,10 kr.

14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      4. mgr. orðast svo:
                 Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:
Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetra-
gjald, kr.
Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetra-
gjald, kr.
10.000–11.000 0,30 21.001–22.000 7,41
11.001–12.000 0,95 22.001–23.000 8,07
12.001–13.000 1,60 23.001–24.000 8,71
13.001–14.000 2,25 24.001–25.000 9,35
14.001–15.000 2,90 25.001–26.000 9,99
15.001–16.000 3,55 26.001–27.000 10,65
16.001–17.000 4,19 27.001–28.000 11,30
17.001–18.000 4,83 28.001–29.000 11,95
18.001–19.000 5,48 29.001–30.000 12,58
19.001–20.000 6,11 30.001–31.000 13,23
20.001–21.000 6,78 31.001 og yfir 13,87
     b.      6. mgr. orðast svo:
                 Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:
Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetra-
gjald, kr.
Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetra-
gjald, kr.
5.000–6.000 9,10 18.001–19.000 24,02
6.001–7.000 9,84 19.001–20.000 25,10
7.001–8.000 10,60 20.001–21.000 26,21
8.001–9.000 11,35 21.001–22.000 27,30
9.001–10.000 12,08 22.001–23.000 28,37
10.001–11.000 13,16 23.001–24.000 29,46
11.001–12.000 14,57 24.001–25.000 30,55
12.001–13.000 15,96 25.001–26.000 31,64
13.001–14.000 17,35 26.001–27.000 32,72
14.001–15.000 18,75 27.001–28.000 33,82
15.001–16.000 20,14 28.001–29.000 34,91
16.001–17.000 21,53 29.001–30.000 36,00
17.001–18.000 22,94 30.001–31.000 37,06
31.001 og yfir 38,17

15. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Ef ekki er komið með ökutæki til álestrar á öðru álestrartímabili ársins 2016, sem stendur frá 1. til 15. desember 2016, sbr. 1. mgr. 14. gr., skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir 1. janúar 2017.
    Við ákvörðun kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds skv. 13. gr. á álestrartímabilinu 1. júní til 15. júní 2017 skal ríkisskattstjóri deila eknum kílómetrum frá fyrri álestri með dagafjölda sama tímabils og reikna kílómetragjald af hverjum eknum kílómetra miðað við fjölda gjaldskyldra daga fyrir 1. janúar 2017 og fjölda gjaldskyldra daga eftir 1. janúar 2017.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, með síðari breytingum.

16. gr.

    Í stað „6,00 kr.“, „5,25 kr.“, „7,40 kr.“ og „6,60 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 6,30 kr.; 5,50 kr.; 7,75 kr.; og: 6,90 kr.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988, með síðari breytingum.

17. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað „5.550 kr.“ og „133 kr.“ í 2. mgr. kemur: 5.810 kr.; og: 139 kr.
     b.      Í stað „51.975 kr.“, „2,22 kr.“ og „81.815 kr.“ í 4. mgr. kemur: 54.420 kr.; 2,32 kr.; og: 85.660 kr.

X. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

18. gr.

    Í stað „4. og 5. mgr. 5. gr.“ í 1. málsl. 4. mgr. 4. gr. laganna kemur: 6. og 7. mgr. 5. gr.

19. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað „0,0297%“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0371%.
     b.      Í stað „0,026%“ í b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0337%.
     c.      Í stað „0,32%“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 0,452%.
     d.      Í stað „0,18%“ og „450.000 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 0,254%; og: 550.000 kr.
     e.      Í stað „0,52%“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 0,76%.
     f.      Í stað „0,52%“ í 5. tölul. 1. mgr. kemur: 0,76%.
     g.      Í stað „0,030%“ og „0,0133%“ í 6. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0236%; og: 0,0128%.
     h.      Í stað „0,72%“ og „700.000 kr.“ í 7. tölul. 1. mgr. kemur: 0,78%; og: 1.200.000 kr.
     i.      Í stað „0,83%“ og „700.000 kr.“ í 8. tölul. 1. mgr. kemur: 0,84%; og: 1.200.000 kr.
     j.      Í stað „1.350.000 kr.“, „2.260.000 kr.“, „3.950.000 kr.“, „7.330.000 kr.“ og „8.500.000 kr.“ í 9. tölul. 1. mgr. kemur: 1.400.000 kr.; 2.500.000 kr.; 4.400.000 kr.; 8.100.000 kr.; og: 9.400.000 kr.
     k.      Í stað „450.000 kr.“ í 10. tölul. 1. mgr. kemur: 600.000 kr.
     l.      Í stað „0,0065%“ í 11. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0084%.
     m.      Í stað „0,0082%“ í 12. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0095%.
     n.      Í stað „500.000 kr.“ í 13. tölul. 1. mgr. kemur: 700.000 kr.
     o.      Í stað „600.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 700.000 kr.
     p.      Í stað „1.500.000 kr.“ í 5. mgr. kemur: 1.700.000 kr.
     q.      Í stað „370.000 kr.“, „1.000.000 kr.“, „3.000.000 kr.“, „5.500.000 kr.“ og „7.850.000 kr.“ í 6. mgr. kemur: 450.000 kr.; 1.200.000 kr.; 3.600.000 kr.; 6.600.000 kr.; og: 9.500.000 kr.
     r.      Í stað „120.000 kr.“, „190.000 kr.“, „440.000 kr.“, „750.000 kr.“, „1.060.000 kr.“ og „1.250.000 kr.“ í 7. mgr. kemur: 150.000 kr.; 250.000 kr.; 550.000 kr.; 900.000 kr.; 1.300.000 kr.; og: 1.500.000 kr.
     s.      8. mgr. verður 9. mgr. og breytist röð annarra málsgreina samkvæmt því.
     t.      9. mgr. verður 11. mgr. og breytist röð annarra málsgreina samkvæmt því.

20. gr.

    Í stað „9. mgr. 5. gr.“ í 3. málsl. 2. mgr. og 5. málsl. 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: 8. mgr. 5. gr.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011, með síðari breytingum.

21. gr.

    Í stað „0,01118%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,03201%.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.

22. gr.

    Í stað „10.464 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 10.956 kr.

23. gr.

    Í stað „2015 og 2016“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2015, 2016 og 2017.

24. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2017 til og með 31. desember 2017 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalarframlags fyrir og eftir gildistöku laga nr. 166/2006 og laga nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.

25. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
     a.      Í stað „2016“ í 14. tölul. kemur: 2017.
     b.      Í stað „2015“ þrívegis í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 2017.
     c.      Í stað „6,7%“ í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 25,8%.
     d.      2. málsl. 18. tölul. fellur brott.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum.

26. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum:
     a.      Í stað „2015“ þrívegis í 1. málsl. kemur: 2017.
     b.      Í stað „6,7%“ í 1. málsl. kemur: 25,8%.
     c.      2. málsl. fellur brott.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum.

27. gr.

    Í stað „1. janúar 2015 til 31. desember 2016“ í ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum kemur: 1. janúar 2017 til 31. desember 2017.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum.

28. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði laganna skal skuldbinding ríkisins skv. 60. gr. á árinu 2017 samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar vera 1.774 millj. kr. Framlag til Kristnisjóðs skal vera 73,3 millj. kr. á árinu 2017.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, með síðari breytingum.

29. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, með síðari breytingum, skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 920 kr. á mánuði árið 2017 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum.

30. gr.

    Í stað „2016“ og „1.042 kr.“ í 4. mgr. 14. gr. laganna kemur: 2017; og: 968 kr.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum.

31. gr.

    Við 6. mgr. 7. gr. a laganna bætast eftirfarandi tollskrárnúmer: 3923.2102, 3923.2103.

32. gr.

    Við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Hjólbarðar í tollskrárnúmerum 8704.9012 og 8704.9015 eru undanþegnir úrvinnslugjaldi.

33. gr.

    Í stað „30,00 kr./kg“ hvarvetna í viðauka IV við lögin kemur: 35,00 kr./kg.

34. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka V við lögin:
     a.      Í stað „30,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 26,00 kr./kg.
     b.      Í stað „170,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 150,00 kr./kg.

35. gr.

    Í stað „42,00 kr./kg“ hvarvetna í viðauka VIII við lögin kemur: 38,00 kr./kg.

36. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka X við lögin:
     a.      Í stað „45,50 kr./kg“ hvarvetna kemur: 100,00 kr./kg.
     b.      Í stað „85,50 kr./kg“ hvarvetna kemur: 188,00 kr./kg.
     c.      Í stað „101,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 222,00 kr./kg.
     d.      Í stað „279,50 kr./kg“ hvarvetna kemur: 615,00 kr./kg.
     e.      Í stað „2,50 kr./stk.“ hvarvetna kemur: 6,00 kr./stk.

37. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XI við lögin:
     a.      Í stað „111,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 44,00 kr./kg.
     b.      Í stað „332,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 133,00 kr./kg.
     c.      Í stað „442,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 177,00 kr./kg.
     d.      Í stað „663,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 265,00 kr./kg.
     e.      Í stað „884,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 354,00 kr./kg.
     f.      Í stað „1.767,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 707,00 kr./kg.
     g.      Í stað „20,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 8,00 kr./kg.
     h.      Í stað „28,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 11,00 kr./kg.

38. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XII við lögin:
     a.      Í stað „150,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 360,00 kr./kg.
     b.      Í stað „250,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 600,00 kr./kg.
     c.      Í stað „500,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 1.200,00 kr./kg.
     d.      Í stað „600,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 1.440,00 kr./kg.
     e.      Í stað „800,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 1.920,00 kr./kg.
     f.      Í stað „1.200,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 2.880,00 kr./kg.

39. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XVI við lögin:
     a.      Í stað „40,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 4012.9000 kemur: 8,00 kr./kg.
     b.      Í stað undirliðar nr. 8703.90 í „Úr 8703“ koma fimm nýir undirliðir, ásamt skiptiliðum og tollskrárnúmerum, og orðast svo:
         –    Önnur ökutæki bæði með stimpilbrunahreyfli með neistakveikju og rafhreyfli sem knúningsvél, þó ekki ökutæki sem hlaða má á með því að tengja við ytri raforkugjafa:
         – –     Ný:
    8703.4021     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 0–80 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4022     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 81–100 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4023     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 101–120 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4024     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 121–140 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4025     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 141–160 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4026     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 161–180 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4027     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 181–200 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4028     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 201–225 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4029     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 226–250 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4030     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) yfir 250 g/km          1.400 kr./stk.
         – –     Notuð:
    8703.4031     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 0–80 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4032     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 81–100 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4033     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 101–120 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4034     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 121–140 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4035     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 141–160 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4036     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 161–180 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4037     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 181–200 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4038     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 201–225 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4039     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 226–250 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.4040     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) yfir 250 g/km          1.400 kr./stk.
        –    Önnur ökutæki bæði með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju (dísil eða hálf-dísil) og rafhreyfli sem knúningsvél, þó ekki ökutæki sem hlaða má með því að tengja við ytri raforkugjafa:
         – –     Ný:
    8703.5021     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 0–80 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5022     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 81–100 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5023     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 101–120 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5024     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 121–140 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5025     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 141–160 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5026     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 161–180 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5027     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 181–200 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5028     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 201–225 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5029     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 226–250 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5030     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) yfir 250 g/km          1.400 kr./stk.
         – –     Notuð:
    8703.5031     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 0–80 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5032     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 81–100 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5033     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 101–120 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5034     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 121–140 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5035     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 141–160 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5036     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 161–180 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5037     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 181–200 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5038     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 201–225 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5039     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 226–250 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.5040     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) yfir 250 g/km          1.400 kr./stk.
        –    Önnur ökutæki bæði með stimpilbrunahreyfli með neistakveikju og rafhreyfli sem knúningsvél, sem hlaða má með því að tengja við ytri raforkugjafa:
         – –     Ný:
    8703.6021     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 0–80 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6022     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 81–100 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6023     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 101–120 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6024     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 121–140 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6025     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 141–160 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6026     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 161–180 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6027     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 181–200 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6028     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 201–225 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6029     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 226–250 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6030     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) yfir 250 g/km          1.400 kr./stk.
         – –     Notuð:
    8703.6031     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 0–80 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6032     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 81–100 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6033     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 101–120 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6034     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 121–140 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6035     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 141–160 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6036     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 161–180 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6037     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 181–200 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6038     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 201–225 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6039     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 226–250 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.6040     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) yfir 250 g/km          1.400 kr./stk.
        –    Önnur ökutæki bæði með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju (dísil eða hálf-dísil) og rafhreyfli sem knúningsvél, sem hlaða má með því að tengja við ytri raforkugjafa:
         – –     Ný:
    8703.7021     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 0–80 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7022     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 81–100 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7023     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 101–120 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7024     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 121–140 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7025     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 141–160 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7026     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 161–180 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7027     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 181–200 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7028     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 201–225 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7029     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 226–250 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7030     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) yfir 250 g/km          1.400 kr./stk.
         – –     Notuð:
    8703.7031     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 0–80 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7032     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 81–100 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7033     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 101–120 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7034     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 121–140 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7035     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 141–160 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7036     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 161–180 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7037     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 181–200 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7038     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 201–225 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7039     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) 226–250 g/km          1.400 kr./stk.
    8703.7040     – – –     Skráð koltvísýringslosun (CO 2) yfir 250 g/km          1.400 kr./stk.
         –     Önnur ökutæki, eingöngu með rafhreyfli sem knúningsvél:
    8703.8010     – –     Ný          1.400 kr./stk.
    8703.8020     – –     Notuð          1.400 kr./stk.
         –     Önnur:
    8703.9010     – –     Ný          1.400 kr./stk.
    8703.9020     – –     Notuð          1.400 kr./stk.

40. gr.

    Viðauki XIX við lögin orðast svo ásamt fyrirsögn:

Raf- og rafeindatæki.

    Á raf- og rafeindatæki sem flokkast undir eftirgreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:

8413.1101 11 kr./kg
8413.1901 11 kr./kg
8414.5101–8414.5909 16 kr./kg
8414.6001 11 kr./kg
8414.6009 11 kr./kg
8414.8001 16 kr./kg
8414.8009 16 kr./kg
8414.9000 11 kr./kg
8415.1000 47 kr./kg
8415.2000 11 kr./kg
8415.8100–8415.8300 47 kr./kg
8415.9000 11 kr./kg
8418.1001–8418.9900 47 kr./kg
8419.8101–8419.9000 11 kr./kg
8420.1001 11 kr./kg
8421.1101–8421.1901 11 kr./kg
8421.9100 11 kr./kg
8422.1100 11 kr./kg
8422.1901 11 kr./kg
8422.9000 11 kr./kg
8423.1000 16 kr./kg
8423.8100 16 kr./kg
8423.8200 11 kr./kg
8423.8900 16 kr./kg
8424.2000 16 kr./kg
8424.3001 11 kr./kg
8424.8100–8424.9000 11 kr./kg
8433.1101–8433.1909 11 kr./kg
8438.1000 11 kr./kg
8443.3100 13 kr./kg
8443.3200 13 kr./kg
8443.3900 11 kr./kg
8443.9900 11 kr./kg
8444.0000 11 kr./kg
8446.1000 16 kr./kg
8447.2001 11 kr./kg
8448.1901 11 kr./kg
8449.0000 11 kr./kg
8450.1100–8450.1901 11 kr./kg
8450.2000 11 kr./kg
8450.9000 11 kr./kg
8451.2100–8451.9000 11 kr./kg
8452.1001 16 kr./kg
8452.2100 11 kr./kg
8452.2901 11 kr./kg
8452.9000 11 kr./kg
8455.1000–8455.9000 11 kr./kg
8456.1001–8456.2000 11 kr./kg
8456.9000 11 kr./kg
8457.1000–8457.3000 11 kr./kg
8458.1100–8458.9900 11 kr./kg
8459.1000 16 kr./kg
8459.2100 11 kr./kg
8459.2900 16 kr./kg
8459.2100–8459.7000 11 kr./kg
8460.1100 11 kr./kg
8460.1901 11 kr./kg
8460.2100 11 kr./kg
8460.2901 11 kr./kg
8460.3100 11 kr./kg
8460.3901 11 kr./kg
8460.4001 11 kr./kg
8460.9001 11 kr./kg
8461.2001 11 kr./kg
8461.4001 11 kr./kg
8461.5001 11 kr./kg
8461.9001 11 kr./kg
8462.1000–8462.2901 11 kr./kg
8462.3100 11 kr./kg
8462.3901 11 kr./kg
8462.4100 11 kr./kg
8462.4901 11 kr./kg
8462.9100 11 kr./kg
8462.9901 11 kr./kg
8463.9001 11 kr./kg
8464.1001 11 kr./kg
8464.2001 11 kr./kg
8464.9001 11 kr./kg
8465.1001–8465.9909 11 kr./kg
8466.9100–8466.9400 11 kr./kg
8467.2100–8467.2909 16 kr./kg
8469.0000 13 kr./kg
8470.1000 13 kr./kg
8470.2100 13 kr./kg
8470.2900 13 kr./kg
8470.3001 13 kr./kg
8470.5001 11 kr./kg
8470.9001 11 kr./kg
8471.3001–8471.3009 130 kr./kg
8471.4101–8471.9000 13 kr./kg
8472.1001 16 kr./kg
8472.3001 16 kr./kg
8472.9000 16 kr./kg
8473.1000–8473.5000 13 kr./kg
8476.2100 47 kr./kg
8476.2900 11 kr./kg
8476.8100 47 kr./kg
8476.8900 11 kr./kg
8476.9000 11 kr./kg
8479.6001 11 kr./kg
8479.6009 11 kr./kg
8479.8901 11 kr./kg
8479.9000 11 kr./kg
8502.4001 11 kr./kg
8508.1100 16 kr./kg
8508.1900 16 kr./kg
8508.7000 16 kr./kg
8509.4001–8509.8009 16 kr./kg
8509.9000 11 kr./kg
8510.1000 16 kr./kg
8510.2009–8510.9000 16 kr./kg
8512.1000 16 kr./kg
8512.2000 16 kr./kg
8512.9000 16 kr./kg
8513.1000 16 kr./kg
8513.9000 16 kr./kg
8515.1100 16 kr./kg
8515.1900 16 kr./kg
8515.2900 16 kr./kg
8515.3100 16 kr./kg
8515.3900–8515.8002 11 kr./kg
8515.8009 11 kr./kg
8515.9000 16 kr./kg
8516.1000 16 kr./kg
8516.2100–8516.2909 11 kr./kg
8516.3100–8516.3300 16 kr./kg
8516.4009 16 kr./kg
8516.5000 16 kr./kg
8516.6001–8516.6009 11 kr./kg
8516.7100 16 kr./kg
8516.7200 16 kr./kg
8516.7901–8516.9000 11 kr./kg
8517.1100–8517.1800 13 kr./kg
8517.6200 16 kr./kg
8517.6900 13 kr./kg
8517.7000 13 kr./kg
8518.1000–8518.9000 16 kr./kg
8519.2000 16 kr./kg
8519.3000 16 kr./kg
8519.5000 13 kr./kg
8519.8110 16 kr./kg
8519.8190 16 kr./kg
8519.8910 16 kr./kg
8519.8990 16 kr./kg
8521.1010–8521.9029 16 kr./kg
8522.9000 16 kr./kg
8525.5001 13 kr./kg
8525.5009 13 kr./kg
8525.6001–8525.6009 16 kr./kg
8525.8010–8525.8090 16 kr./kg
8526.1000–8526.9209 13 kr./kg
8527.1201–8527.9909 16 kr./kg
8528.4100–8528.5900 130 kr./kg
8528.6100–8528.7109 16 kr./kg
8528.7202–8528.7309 130 kr./kg
8529.1001 11 kr./kg
8529.1009 11 kr./kg
8529.9001 16 kr./kg
8529.9009 16 kr./kg
8531.1000 16 kr./kg
8540.2000 16 kr./kg
8543.1000–8543.3000 11 kr./kg
8543.7001 16 kr./kg
8543.7002 16 kr./kg
8543.7003 130 kr./kg
8543.7009 16 kr./kg
8543.9001–8543.9009 11 kr./kg
9006.4000–9006.5900 16 kr./kg
9007.1000–9007.9200 16 kr./kg
9008.5000 16 kr./kg
9016.0001 16 kr./kg
9018.1100 11 kr./kg
9018.1300 11 kr./kg
9018.1900 11 kr./kg
9018.9000 11 kr./kg
9020.0000 11 kr./kg
9021.4000 16 kr./kg
9021.5000 11 kr./kg
9022.1200–9022.9000 11 kr./kg
9029.1000 16 kr./kg
9029.2000 16 kr./kg
9032.1001 16 kr./kg
9101.1100 16 kr./kg
9101.1900 16 kr./kg
9101.9100 16 kr./kg
9102.1100–9102.9100 16 kr./kg
9102.9100 16 kr./kg
9103.1000 16 kr./kg
9105.1100 16 kr./kg
9105.2100 16 kr./kg
9105.9100 16 kr./kg
9106.1000 16 kr./kg
9106.9000 16 kr./kg
9107.0001 16 kr./kg
9108.1100–9108.1900 16 kr./kg
9109.1000 16 kr./kg
9207.1001–9207.9000 13 kr./kg
9405.1001–9405.4009 16 kr./kg
9405.6001–9405.6009 16 kr./kg
9503.0031 16 kr./kg
9504.3000 16 kr./kg


XX. KAFLI
Brottfall laga um búnaðargjald, nr. 84/1997, með síðari breytingum.

41. gr.

    Lög um búnaðargjald, nr. 84/1997, með síðari breytingum, falla brott 1. janúar 2017.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu lögin þó halda gildi sínu vegna framtals og álagningar 2017 á gjaldskylda búvöruframleiðendur vegna tekjuársins 2016 og endurákvarðana vegna eldri gjaldára.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um Bjargráðasjóð, nr. 49/2009, með síðari breytingum.

42. gr.

    1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
    Bjargráðasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins.

43. gr.

    2. og 3. málsl. 2. gr. laganna falla brott.

44. gr.

    3. gr. laganna orðast svo:
    Stjórn sjóðsins hefur á hendi stjórn hans og metur og tekur ákvarðanir um afgreiðslu umsókna og styrkveitinga.

45. gr.

    4. gr. laganna fellur brott.

46. gr.

    A-liður 5. gr. laganna fellur brott.

47. gr.

    6. gr. laganna fellur brott.

48. gr.

    2. mgr. 7. gr. laganna fellur brott.

49. gr.

    Í stað orðanna „almennrar deildar sjóðsins“ í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: Bjargráðasjóðs.

50. gr.

    9. gr. laganna fellur brott.

51. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „beggja deilda sjóðsins“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Bjargráðasjóðs.
     b.      2. mgr. fellur brott.

52. gr.

    Í stað orðanna „þeirri deild sjóðsins sem veitir aðstoð vegna tjónsins“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: Bjargráðasjóði.

53. gr.

    Í stað orðanna „eigendum sjóðsins“ í 3. málsl. 12. gr. laganna kemur: ráðherra.

54. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Í stað „skv. 8.–11. gr.“ í 1. mgr. kemur: skv. 8.–10. gr.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                 Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast nauðsynleg lán fyrir sjóðinn eða veita honum lán úr ríkissjóði gegn veði í eignum og tekjum sjóðsins. Stjórn sjóðsins er ekki heimilt að taka lán með útgáfu og sölu á skuldabréfum og öðrum endurgreiðanlegum skuldaviðurkenningum til almennings.

55. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Við niðurlagningu búnaðardeildar Bjargráðasjóðs er heimilt að ráðstafa eignum deildarinnar til Bændasamtaka Íslands. Ráðstöfunin er bundin því skilyrði að Bændasamtökin nýti fjármunina í sama tilgangi og áður fólst í hlutverki búnaðardeildar. Ársreikningur Bjargráðasjóðs 2016 skal berast ráðherra og Bændasamtökum Íslands eigi síðar en 1. júlí 2017.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum.

56. gr.

    Í stað „16.400 kr.“ í 4. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 16.800 kr.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum.

57. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
     a.      Í stað „10.250 kr.“ í a-lið 1. tölul. kemur: 12.300 kr.
     b.      Í stað „20.250 kr.“ í b-lið 1. tölul. kemur: 24.300 kr.
     c.      Í stað „5.150 kr.“ í c-lið 1. tölul. kemur: 6.200 kr.
     d.      Í stað „4.650 kr.“ í a-lið 2. tölul. kemur: 5.600 kr.
     e.      Í stað „9.150 kr.“ í b-lið 2. tölul. kemur: 11.000 kr.
     f.      Í stað „2.350 kr.“ í c-lið 2. tölul. kemur: 2.800 kr.
     g.      Í stað „8.200 kr.“ í a-lið 3. tölul. kemur: 9.850 kr.
     h.      Í stað „16.200 kr.“ í b-lið 3. tölul. kemur: 19.500 kr.
     i.      Í stað „3.100 kr.“ í c-lið 3. tölul. kemur: 3.700 kr.
     j.      Í stað „6.100 kr.“ í d-lið 3. tölul. kemur: 7.300 kr.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011, með síðari breytingum.

58. gr.

    6. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
    Gjalddagi ógreidds fjársýsluskatts, sem ríkisskattstjóri ákvarðar vegna hlunninda, og fjársýsluskatts, sem undanþeginn er staðgreiðslu, er annars vegar 1. júlí ár hvert hjá mönnum og eindagi mánuði síðar og hins vegar 1. nóvember ár hvert hjá lögaðilum og eindagi mánuði síðar.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

59. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á a-lið 8. gr. a laganna:
     a.      Við 1. málsl. bætist: og tryggingagjöldum.
     b.      Á eftir orðinu „skatttekjum“ í 2. málsl. kemur: og tryggingagjöldum.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015, með síðari breytingum.

60. gr.

    Við ákvæði til bráðabirgða I í lögunum bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 3. tölul. 19. gr. er ráðherra heimilt að leggja fram fylgirit með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 án áætlunar um fjárveitingar næstu tveggja ára.

XXVII. KAFLI
Gildistaka.

61. gr.

    Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
    Ákvæði 1. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017.
    Ákvæði c-liðar 2. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við ákvörðun vaxtabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017.
    Ákvæði a- og b-liðar 2., b-liðar 8., 9., 18., s-liðar 19., 20., 23., 24., 28., 29., 41., 58. og 60. gr. öðlast þegar gildi.
    Ákvæði 3.–7., a-liðar 8., 11.–17., a–r-liðar 19., 21., 25.–27., 30.–40., 42.–57. og 59. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017.
    Ákvæði t-liðar 19. gr. öðlast gildi 1. apríl 2017.
    Ákvæði 10. gr. öðlast gildi 1. september 2017 og gildir um þær gistináttaeiningar sem seldar eru frá og með þeim degi.
    Ákvæði 22. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017 vegna tekna ársins 2016.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

1. Inngangur.
    Frumvarp þetta er samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpið er samið í beinum tengslum við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017 og hafa tillögur þess bæði áhrif á tekju- og gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins verði það óbreytt að lögum.

2. Meginefni frumvarpsins.
    Í frumvarpinu er að finna eftirfarandi tillögur að lagabreytingum:
          Viðmiðunarfjárhæðir barnabóta verði hækkaðar í takt við forsendur samþykktrar fjármálaáætlunar og komi til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017.
          Tímabundnar útreikningsreglur vaxtabóta verði framlengdar óbreyttar um eitt ár að frátöldum eignarmörkum bótanna sem hækka um 12,5%, þannig að útgjöld vegna vaxtabóta haldast óbreytt frá fjármálaáætlun.
          Hækkanir á gjaldi af áfengi og tóbaki.
          Lagfærð breyting sem gerð var á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda síðastliðið sumar en átti að verða á lögum um virðisaukaskatt.
          Samræming marka virðisaukaskattsskyldrar veltu vegna sölu á vörum og þjónustu og sölu á rafrænt afhentri þjónustu.
          Tímabundin heimild til að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiða verði framlengd um eitt ár og fjárhæðarmörk niðurfellingar við innflutning lagfærð.
          Hækkun á gistináttaskatti úr 100 kr. í 300 kr. fyrir hverja selda gistináttaeiningu frá 1. september 2017.
          Hækkanir á olíugjaldi, almennu og sérstöku kílómetragjaldi, almennu og sérstöku bensíngjaldi, kolefnisgjaldi, bifreiðagjaldi og gjaldi á áfengi og tóbak um 2,2% vegna almennra verðlagsbreytinga 2017 auk 2,5% hækkunar gjaldanna í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps ársins 2017 eða 4,7% hækkun alls.
          Breytingar á gjaldskrám Fjármálaeftirlitsins í samræmi við áætlaðan rekstrarkostnað stofnunarinnar. Lagfæringar á millivísunum og röð málsgreina í lögum nr. 99/1999.
          Lækkun gjaldhlutfalls vegna greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara.
          Hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra.
          Framlenging á bráðabirgðaákvæði er kveður á um það að Framkvæmdasjóði aldraðra sé heimilt að verja fé til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða.
          Framlenging á bráðabirgðaákvæði er kveður á um það að komið skuli í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tengingar við tekjur maka voru afnumdar.
          Framlenging á ákvæði til bráðabirgða til að sporna við því að víxlverkanir örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða hefjist að nýju.
          Framlenging bráðabirgðaákvæða um hækkun á frítekjumarki örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar.
          Hækkun á framlagi til Kristnisjóðs.
          Hækkun á framlagi íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar.
          Hækkun á sóknargjöldum.
          Breytingar á fjárhæð losunarheimilda samkvæmt lögum um loftslagsmál.
          Breytingar á úrvinnslugjaldi vegna einnota burðarpoka, olíuvara, lífrænna leysiefna, málningar, blýsýrurafgeyma, vara í ljósmyndaiðnaði, hjólbarða og raf- og rafeindatækja.
          Lög um búnaðargjald felld brott frá 1. janúar 2017 og lögum um Bjargráðasjóð breytt vegna brottfallsins. Heimild veitt til að eignum búnaðardeildar sjóðsins verði ráðstafað til Bændasamtaka Íslands.
          Hækkun á sérstöku gjaldi til Ríkisútvarpsins samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.
          Hækkun gjalds fyrir útgáfu vegabréfs.
          Bætt við ákvæðum um gjalddaga og eindaga fjársýsluskatts.
          Breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga vegna laga um opinber fjármál þar sem tekið er fram að framlag úr ríkissjóði til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skuli auk þess að vera reiknað af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs einnig reiknað af innheimtum tryggingagjöldum ríkissjóðs.
          Breytingar á lögum um opinber fjármál þar sem gert er ráð fyrir fráviki frá þeirri skyldu ráðherra að leggja fram áætlun um fjárveitingar næstu tveggja ára vegna fylgirits með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017. Slík áætlun verður því birt í fyrsta sinni í fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018.

3. Nánar um einstaka liði frumvarpsins.
    Eftirfarandi er nánari umfjöllun um breytingartillögur frumvarpsins.

3.1. Barnabætur og vaxtabætur.
    Í frumvarpinu er lögð til 3% hækkun á viðmiðunarfjárhæðum barnabóta og 12,5% hækkun á tekjuviðmiðunarmörkum sem koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017. Sé miðað við þær forsendur munu útgjöld vegna barnabóta verða þau sömu og gert var ráð fyrir í fjármálaáætluninni sem samþykkt var í ágúst sl., eða 10,7 mia.kr., og í takt við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2017.
    Í lok árs 2010 voru gerðar margvíslegar breytingar á útreikningsreglum vaxtabóta. Þessar reglur áttu að gilda í tvö ár en hafa síðan verið framlengdar óbreyttar ár frá ári. Verði þessar útreikningsreglur ekki framlengdar nú taka við eldri reglur frá og með næstu áramótum með þeim afleiðingum að stuðningur ríkissjóðs í formi vaxtabóta dreifist á fleiri fjölskyldur, þ.e. fjölskyldur sem ekki njóta bóta í dag, en á sama tíma lækka bætur þeirra fjölskyldna sem notið hafa hámarksbóta (tekjulágar og eignalitlar fjölskyldur). Í ljósi þess að enn er verið að vinna í heildarendurskoðun á húsnæðisstuðningi stjórnvalda á ýmsum sviðum (vaxtabótakerfi, húsaleigubótakerfi, séreignarsparnaður og fyrsta íbúð, félagsleg aðstoð o.fl.) er lagt til að útreikningsreglur vaxtabóta verði framlengdar eitt ár í viðbót sem þýðir að reiknireglur og viðmiðunarfjárhæðir kerfisins verði þær sömu á árinu 2017 og voru á þessu ári, ef frá er talin 12,5% hækkun á eignarmörkum þeirra. Á grundvelli þeirra forsendna er áætlað að útgjöld vegna vaxtabóta nemi 6,1 mia.kr. á árinu 2017 sem er sama fjárhæð og fram kemur í áður samþykktri fjármálaáætlun fyrir næsta ár.

3.2. Verðlagsuppfærsla krónutöluskatta og gjalda.
    Í frumvarpinu er að finna tillögur um 2,2% hækkun á hinum svokölluðu krónutölusköttum og gjaldskrám í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins auk 2,5% sérstakrar hækkunar gjaldanna í því skyni að slá á þau þensluáhrif sem látið hafa á sér kræla undanfarna mánuði í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps ársins 2017 eða 4,7% hækkun alls. Er hér um að ræða almennt og sérstakt bensíngjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald, bifreiðagjald, gjald af áfengi og tóbaki og kolefnisgjald af eldsneyti. Gert er ráð fyrir að þessi hækkun skili ríkissjóði samanlagt 3,2 mia.kr. á ári að meðtöldum hliðaráhrifum á virðisaukaskatt.

3.3. Lagfæring á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.
    Við samþykkt laga nr. 54/2016, um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld, varð tæknileg villa sem gerði það að verkum að 4. mgr. 11. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda féll að ósekju brott. Eins og sjá má af umfjöllun í nefndaráliti meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (þskj. 1372 í 667. máli á 145. löggjafarþingi) hafði nefndin í hyggju að leggja til brottfall 4. mgr. 11. gr. laga um virðisaukaskatt en í álitinu koma fram greinargóðar skýringar á tillögu þess efnis. Í umfjölluninni vísar meiri hlutinn einnig til minnisblaðs fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 14. apríl 2016, en í því er tilgangur breytingarinnar rakinn ásamt því sem ætluð áhrif hennar eru tíunduð. Minnisblaðið er fylgiskjal nefndarálits meiri hlutans. Við afgreiðslu breytingartillögu meiri hlutans við 2. umræðu færðist tillagan hins vegar í rangan kafla frumvarpsins með þeim afleiðingum sem þegar hefur verið gerð grein fyrir. Til að vinna bug á framangreindu er lagt til að 4. mgr. 11. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda verði tekin upp í lögin að nýju, óbreytt, en 4. mgr. 11. gr. laga um virðisaukaskatt verði felld brott eins og upphaflega var ætlunin.

3.4. Mörk virðisaukaskattsskyldrar veltu við sölu á rafrænt afhentri þjónustu.
    Í 3. tölul. 4. gr. laga um virðisaukaskatt er kveðið á um að þeir sem selja skattskylda vöru eða þjónustu fyrir 1.000.000 kr. eða minna á hverju 12 mánaða tímabili frá því að starfsemi hefst séu undanþegnir virðisaukaskattsskyldu. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi þá breytingu á ákvæðinu að framangreind veltumörk hækki 1. janúar 2017 úr 1.000.000 kr. í 2.000.000 kr. auk þess sem fjárhæðarmörk uppgjörstímabila skv. 4. málsl. 1. mgr. 24. gr. laganna munu frá sama tíma hækka um 1 m. kr. Til að samræmis sé gætt er lagt til að veltumörk 1. mgr. 35. gr. laga um virðisaukaskatt, sem eiga við um sölu rafrænt afhentrar þjónustu, verði alfarið látin fylgja veltumörkum 3. tölul. 4. gr. laganna frá og með 1. janúar 2017.

3.5. Framlenging heimildar til að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiða.
    Í ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögum um virðisaukaskatt er kveðið á um heimild til að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiða að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Ákvæðið kom inn í lög um virðisaukaskatt með gildistöku laga nr. 69/2012, um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Upphaflega var ákvæðinu ætlað að gilda út árið 2013 en frá því ári hefur gildistíminn verið framlengdur um eitt ár í senn. Tilgangur ákvæðisins er að styrkja samkeppnishæfni umræddra ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Ljóst er að sú ívilnun sem felst í ákvæðinu hefur skipt sköpum þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum. Þess má m.a. sjá stað í sölutölum rafmagns- og tengiltvinnbifreiða en sala þeirra hefur aukist umtalsvert síðustu ár. Ef rafmagns- og tengiltvinnbifreiðar bæru sömu gjöld og bifreiðar knúnar jarðefnaeldsneyti væri útsöluverð þeirra enn umtalsvert hærra en ríkjandi útsöluverð bensín- og dísilbifreiða. Uppbygging hraðhleðslustöðva innan lands hefur tekið verulega við sér en net þeirra er hins vegar ekki enn orðið það þétt og reglulegt að hægt sé að viðhalda nægilegri hleðslu við akstur landshluta á milli. Í júní sl. auglýsti Orkusjóður styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafmagnsbifreiðar. Það verkefni er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis stendur yfir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en í henni felst m.a. mörkun framtíðarstefnu varðandi þátttöku vistvænna bifreiða í fjármögnun uppbyggingar og rekstrar samgöngukerfisins. Að svo komnu máli er lagt til að gildistími bráðabirgðaákvæðisins verði framlengdur um eitt ár.
    Rétt er að benda á að iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um orkuskipti hinn 2. júní 2016 (þskj. 1405 í 802. máli á 145. löggjafarþingi) en í henni var m.a. gert ráð fyrir framlengingu ívilnana vegna kaupa á hreinorkubifreiðum.
    Í 2. mgr. bráðabirgðaákvæðisins er kveðið á um tilteknar fjárhæðir virðisaukaskatts sem tollstjóra er heimilað að fella niður við tollafgreiðslu rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða. Fjárhæðirnar nema 25,5% af 6 m.kr. skattskyldri veltu í tilviki rafmagns- og vetnisbifreiða og 4 m.kr. veltu í tilviki tengiltvinnbifreiða. Við gildistöku i-liðar 1. gr. laga nr. 124/2014 lækkaði almennt þrep virðisaukaskatts úr 25,5% í 24%. Lagt er til að fjárhæðum 2. mgr. bráðabirgðaákvæðisins verði breytt til samræmis við þá breytingu.

3.6. Hækkun gistináttaskatts.
    Lögð er til þreföldun á fjárhæð gistináttaskatts sem hækkar úr 100 kr. í 300 kr. fyrir hverja selda gistináttaeiningu frá 1. september 2017. Tekjuáhrif að meðtöldum hliðaráhrifum á virðisaukaskatt eru áætluð 0,3 mia.kr. á árinu 2017 en 1,2 mia.kr. á árinu 2018.

3.7. Gjaldskrár vegna kostnaðar við rekstur Fjármálaeftirlitsins.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á gjaldhlutföllum eftirlitsgjalds og ýmsum lágmarks- og fastagjöldum skv. 5. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sbr. 2. gr. laganna. Breytingarnar endurspegla álagt eftirlitsgjald að fjárhæð 2.161,8 m.kr. Gert er ráð fyrir að heildargjöld verði 2.225,8 m.kr. og aðrar tekjur nemi 64 m.kr. Jafnframt er lagt til að leiðrétt verði tilvísun til viðeigandi málsgreina 5. gr. í 4. mgr. 4. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þá eru lagðar til breytingar á röð málsgreina 5. gr. og millivísunum í 6. gr. laganna vegna gildistöku ákvæða 2. tölul. 64. gr. laga nr. 118/2016 1. apríl 2017.

3.8. Greiðsla kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara.
    Lögð er til hækkun á gjaldhlutfalli af álagningarstofni skv. 4. gr. laga nr. 166/2011, um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara. Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við rekstur stofnunarinnar og er lagt á gjaldskylda aðila, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í 7. gr. laga nr. 166/2011 er kveðið á um að tekið skuli tillit til rekstrarafgangs eða rekstrartaps af starfsemi umboðsmanns skuldara við ákvörðun á fjárhæð gjalds fyrir næsta almanaksár. Innheimtar tekjur af gjaldinu eru áætlaðar 1.024 m.kr. á árinu 2017.

3.9. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra.
    Lögð er til 4,7% hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2017. Samkvæmt því verður gjaldið 10.956 kr. á hvern gjaldanda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017 vegna tekna ársins 2016. Áætlað er að hækkunin skili ríkissjóði um 100 m.kr. viðbótartekjum á ári.

3.10. Rekstrarkostnaður hjúkrunarrýma og kostnaðarþátttaka heimilismanna.
    Lagt er til að við lög nr. 125/1999, um málefni aldraðra, bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða. Er það gert til að koma í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tengingar við tekjur maka voru afnumdar. Jafnframt er lagt til að ákvæði til bráðabirgða VII verði framlengt. Það leiðir til þess að heimilt verður að verja fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða á árinu 2017.

3.11. Samspil örorkugreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða.
    Með lögum nr. 106/2011, um breytingu á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, og lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum (samspil örorkugreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða), sem samþykkt voru í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Landssamtaka lífeyrissjóða um víxlverkun örorkulífeyris almannatrygginga og lífeyris úr lífeyrissjóðum annars vegar og hins vegar hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í áföngum frá 3. desember 2010, var tímabundið komið í veg fyrir þá víxlverkun milli örorkubóta frá almannatryggingum og örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum sem orðið hafði í samspili þessara tveggja meginstoða í lífeyristryggingum.
    Víxlverkanir þessar lýsa sér þannig að samkvæmt lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum, lækka lífeyrisgreiðslur og bætur félagslegrar aðstoðar í mörgum tilfellum vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Þá er mælt fyrir um það í 1. mgr. 15. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, að sjóðfélagi í lífeyrissjóði eigi rétt á örorkulífeyri úr viðkomandi sjóði hafi hann orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins. Ákvæðið hefur verið útfært nánar í samþykktum lífeyrissjóða þar sem kveðið er á um að heildartekjur örorkulífeyrisþega eftir orkutap verði ekki umfram þær tekjur sem hann hafði fyrir orkutap. Við samanburð á heildartekjum fyrir og eftir orkutap líta lífeyrissjóðir m.a. til greiðslna almannatrygginga sem oft hefur leitt til þess að greiðslur til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðum hafa lækkað eða jafnvel fallið niður. Við þá tekjulækkun öðlast hinir sömu einstaklingar aukin réttindi innan almannatryggingakerfisins sem aftur leiðir til enn frekari lækkunar á greiðslum frá lífeyrissjóðunum við næsta samanburð og síðan koll af kolli. Gagnkvæm tekjutenging almannatrygginga og greiðslna úr lífeyrissjóðum getur því leitt til tíðra breytinga á örorkulífeyrisgreiðslum og tilsvarandi óöryggis lífeyrisþega sem fyrst og fremst hafa komið örorkulífeyrisþegum illa.
    Til að komið verði í veg fyrir að framangreind víxlverkun eigi sér stað á árinu 2017 er lagt til að gildistími bráðabirgðaákvæðis í lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð og ákvæðis til bráðabirgða XI í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda verði framlengdur um eitt ár.

3.12. Framlag til þjóðkirkjunnar og Kristnisjóðs.
    Í frumvarpinu er lagt til að skuldbinding ríkissjóðs á árinu 2017 gagnvart þjóðkirkjunni samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar muni hækka um 113,4 m.kr. frá fjárlögum fyrir árið 2016. Innifalið í hækkuninni eru alls 21 m.kr. stofnkostnaðarframlög til Skálholtsstaðar, Hallgrímskirkju, Hóladómkirkju og Dómkirkjunnar í Reykjavík sem ekki eru hluti af fyrrgreindu samkomulagi. Jafnframt er gert ráð fyrir að framlag ríkissjóðs til Kristnisjóðs hækki um 1,9 m.kr. á árinu 2017.

3.13. Sóknargjöld.
    Í frumvarpinu er lagt til að föst krónutala sóknargjalda hækki úr 898 kr. á mánuði samkvæmt gildandi lögum í 920 kr. fyrir árið 2017. Lögboðið framlag til sókna þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga breytist að öllu jöfnu í samræmi við áætlaða breytingu á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga 16 ára og eldri, sem og fjölgun einstaklinga. Nú er hins vegar, eins og í fjárlögum fyrir árið 2016, með breytingu á lögum nr. 91/1987, gert ráð fyrir að fastsetja fjárhæð sóknargjalda.

3.14. Gjaldskyld losun gróðurhúsalofttegunda.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fjárhæð losunarheimilda skv. 4. mgr. 14. gr. laga nr. 70/2012, um loftslagsmál. Í 14. gr. laganna er kveðið á um losunargjald sem lagt er á rekstraraðila starfsstöðva sem undanskildar hafa verið gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir samkvæmt greininni. Í ljósi þess að losunargjaldið hefur einkenni skatts, sbr. 2. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar, þarf að uppfæra gjaldið árlega og er því mælt fyrir um fjárhæð gjaldsins í frumvarpinu. Lagt er til að fjárhæð losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar sem á sér stað árið 2017 skuli vera 968 kr. fyrir hvert tonn gjaldskyldrar losunar. Nauðsynlegt er að lögfesta fjárhæð losunargjalds vegna losunar á árinu 2017 í síðasta lagi 31. desember 2016 svo að rekstraraðilum starfsstöðva sem hafa verið undanskildar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir verði ljóst fyrir upphaf árs 2017 hver upphæð losunargjalds verður sem lagt verður á vegna losunar 2017.
    Í skýringum við 14. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál, var lagt til að við ákvörðun losunargjaldsins yrði byggt á upplýsingum um markaðsverð losunarheimilda frá Intercontinental Exchange markaðnum í London (ICE) en þar fóru fram, þegar frumvarpið var lagt fyrir Alþingi, rúmlega 90% af viðskiptum með losunarheimildir í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Fjárhæð losunargjalds var 865 kr. fyrir hvert tonn gjaldskyldrar losunar árið 2015 en hækkaði upp í 1.042 kr. fyrir hvert tonn gjaldskyldrar losunar árið 2016.
     Samkvæmt 5. mgr. 14. gr. laga um loftslagsmál skal Umhverfisstofnun fyrir 31. maí ár hvert afhenda innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu um magn gjaldskyldrar losunar. Innheimtumaður ríkissjóðs í umdæmi starfsstöðvar skal því næst fyrir 1. júlí ár hvert leggja á og innheimta losunargjald af starfsstöðvum sem hafa verið undanþegnar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir. Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar um magn gjaldskyldrar losunar vegna innheimtu fyrir losun árið 2015 voru fjórar starfsstöðvar undanþegnar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir. Tvær starfsstöðvar voru með losun umfram þann fjölda heimilda sem þeim hefði verið úthlutað endurgjaldslaust hefðu þær verið verið þátttakendur í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þessum starfsstöðvum bar því að greiða losunargjald sem var eftirfarandi samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar: gjaldskyld losun fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja hf. í Vestmannaeyjum var 703 tonn CO 2 og fjárhæð losunargjalds var samkvæmt því 608.095 kr.; gjaldskyld losun Steinullar hf. var 37 tonn CO 2 og fjárhæð losunargjalds var 32.005 kr.
    Til að fá traustar og hlutlægar upplýsingar um markaðsverðið var samið við KPMG ehf. um að útbúa skýrslu um meðalverð losunarheimilda á tímabilinu 1. ágúst 2015 til 31. júlí 2016. Í skýrslu KPMG, dags. 8. ágúst 2016, kemur fram að meðalverð losunarheimilda á fyrrgreindu tímabili hafi verið 6,8 evrur á hvert tonn af koldíoxíði eða ígildi þess, eða 968 íslenskar krónur miðað við meðaltal af miðgengi evru hjá Seðlabanka Íslands á tímabilinu. Við útreikning meðalverðs var tekið mið af verðmyndun losunarheimilda í þremur mismunandi kauphöllum.
    Lagt er til að framangreindir útreikningar KPMG verði lagðir til grundvallar við ákvörðun losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar sem á sér stað árið 2017. Starfsstöðvar sem undanskildar hafa verið gildissviði viðskiptakerfisins, skv. 14. gr. laganna, skulu samkvæmt því greiða 968 kr. fyrir hvert tonn losunar gróðurhúsalofttegunda frá viðkomandi starfsstöð á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2017. Eins og fram kemur í skýringum við 14. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál, er gert ráð fyrir að gjaldið verði endurskoðað á hverju ári miðað við nýjar upplýsingar. Það þarf því fyrir lok hvers árs að breyta því ártali og þeirri fjárhæð sem fram kemur í 4. mgr. 14. gr. laganna. Með þeim hætti verður losunargjaldið sem lagt verður á vegna losunar hvers almanaksárs ljóst fyrir upphaf viðkomandi árs.

3.15. Úrvinnslugjald.
    Markmið laga um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, er að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs, í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna. Til að stuðla að úrvinnslu úrgangs er lagt úrvinnslugjald á vörur sem falla undir lögin, hvort sem þær eru fluttar inn til landsins eða framleiddar hér á landi. Úrvinnslugjald á að standa undir kostnaði við meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöð, flutning hans frá söfnunarstöð til móttökustöðvar eða endurnýtingarstöðvar. Þá á gjaldið að standa undir endurnýtingu úrgangsins og förgun hans eftir því sem við á. Fjárhæð úrvinnslugjalds tekur mið af áætlun um kostnað við úrvinnslu úrgangs. Vörum sem falla undir lögin er skipt í fjárhagslega sjálfstæða flokka og skal tekjum hvers flokks eingöngu varið til að mæta gjöldum þess flokks. Úrvinnslugjald rennur í Úrvinnslusjóð sem er stofnun í eigu ríkisins og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess.
    Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar sjö manna stjórn Úrvinnslusjóðs til fjögurra ára í senn. Formaður og varamaður hans eru skipaðir án tilnefningar en sex meðstjórnendur eru skipaðir samkvæmt tilnefningum Samtaka iðnaðarins, SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, Félags atvinnurekenda, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Stjórnin hefur yfirumsjón með starfsemi sjóðsins.
    Úrvinnslusjóður beitir hagrænum hvötum til að koma upp skilvirku fyrirkomulagi á úrvinnslu úrgangs. Sjóðurinn semur við aðila um úrvinnslu úrgangs á grundvelli útboða eða verksamninga eftir því sem við á.
    Til að stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu er úrvinnslugjald [kr./kg] lagt á vörur sem falla undir sjóðinn. Vörunum er skipt í vöruflokka (uppgjörsflokka) sem eiga að vera fjárhagslega sjálfstæðir, þ.e. tekjur af úrvinnslugjaldi eiga að standa undir kostnaði við söfnun, flutninga og endurvinnslu, endurnýtingu eða förgun (úrvinnslu). Þegar upphæð úrvinnslugjalds liggur fyrir ráðast tekjur af umfangi innflutnings og innlendrar framleiðslu.
    Markmið um endurnýtingu og förgun eru mismunandi eftir vöruflokkum. Annars vegar er um að ræða afganga af vörum eins og spilliefnaafganga sem tryggja þarf að fari allir í viðeigandi ráðstöfun. Hins vegar er um að ræða vörur eða umbúðir þar sem gerð er krafa um að ákveðið hlutfall af vörum eða umbúðum sem sett eru á markað fari til endurvinnslu. Hlutfall úrgangs sem fer til endurnýtingar af magni vöru sem sett er á markað er nefnt skilahlutfall. Hærra skilahlutfall þýðir hærra úrvinnslugjald þar sem hvert kíló af vöru sem lagt er á þarf að standa undir kostnaði við söfnun og endurvinnslu á meira magni af úrgangi. Markmið um skilahlutfall hafa og munu halda áfram að hækka.
    Í 15. gr. laga nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, er kveðið á um að Úrvinnslusjóður skuli leitast við að skapa sem hagkvæmust skilyrði fyrir söfnun og endurvinnslu úrgangs með útboðum eða verksamningum eftir því sem við á. Framkvæmdin er þannig að útbúnir eru skilmálar vöruflokka sem verktakar (þjónustuaðilar) sem vilja starfa fyrir sjóðinn þurfa að fara eftir. Skilmálarnir ná einnig yfir endurvinnslufyrirtæki (ráðstöfunaraðila). Þjónustuaðilar starfa á samkeppnismarkaði. Í skilmálunum er kveðið á um kröfur sem gerðar eru til þjónustu- og ráðstöfunaraðila og upphæðir (endurgjald) sem Úrvinnslusjóður greiðir þjónustuaðila fyrir hvert kíló af úrgangi sem þeir koma til ráðstöfunaraðila sem er viðurkenndur af sjóðnum. Auk endurgjalds fyrir endurvinnslu kveða skilmálarnir á um greiðslu flutningsjöfnunar til að jafna aðstöðu til söfnunar og endurvinnslu um allt land.
    Í lögum um úrvinnslugjald (3., 4. og 6. gr.) er gerð grein fyrir þeim kostnaði sem úrvinnslugjald á að standa undir. Almennt má segja að úrvinnslugjald skuli standa undir söfnun, flutningi, meðhöndlun og ráðstöfun úrgangsins. Helstu kostnaðar- og tekjuliðir sem tekið er tillit til við ákvörðun endurgjalds eru launakostnaður, tækja- og aðstöðukostnaður, eldsneytiskostnaður, flutningskostnaður og kostnaður eða tekjur við ráðstöfun. Í ákveðnum tilvikum þarf að greiða með úrgangi sem fer til ráðstöfunar, t.d. spilliefnum og ýmsum hlutum raftækjaúrgangs. Í öðrum tilvikum kaupir ráðstöfunaraðilinn úrganginn, t.d. umbúðir úr pappa og plasti, málm úr raftækjum og ökutækjum og úrgangsolíu. Verð á endurvinnslumörkuðum breytist í takt við breytingar á hrávörumarkaði. Sala á endurvinnsluefnum er í erlendum gjaldeyri þannig að gengisskráning hefur áhrif á tekjur í íslenskum krónum. Undanfarið hefur orðið mikið verðfall á brotamálmi, olíu og ákveðnum plasttegundum. Auk framangreinds stendur úrvinnslugjald undir kostnaði við rekstur Úrvinnslusjóðs.
    Samandregið ráðast tekjur af umfangi innflutnings og innlendrar framleiðslu þegar upphæð úrvinnslugjalds liggur fyrir. Kostnaður ákvarðast annars vegar af skilahlutfalli sem ræðst af árangri við söfnun og hins vegar þróun kostnaðar við söfnun, flutninga og meðhöndlun ásamt kostnaði eða tekjum við ráðstöfun endurvinnsluefna. Mismunur á tekjum og gjöldum hvers vöruflokks myndar sjóð vöruflokksins. Sjóðnum er ætlað að mæta sveiflum í rekstri og framtíðarskuldbindingum.
    Stjórn sjóðsins leggur eftir því sem við á fram tillögu til umhverfis- og auðlindaráðherra um breytingar á fjárhæð úrvinnslugjalds í samræmi við áætlun um tekjur af úrvinnslugjaldi og kostnað við úrvinnslu hvers flokks til að tryggja að tekjur og gjöld standist á.
    Í rekstraráætlun Úrvinnslusjóðs, sem er grundvöllur tillagna stjórnar sjóðsins um breytingar á úrvinnslugjöldum, er gert ráð fyrir að viðunandi sjóðsstaða náist í hverjum flokki innan þriggja til fjögurra ára.
    Nánar verður vikið að þessum atriðum í umfjöllun um þá vöruflokka þar sem gerðar eru tillögur um breytt úrvinnslugjöld í skýringum við einstakar greinar frumvarpsins.

3.16. Niðurfelling búnaðargjalds og breyting á lögum um Bjargráðasjóð.
    Búnaðargjald er lagt á alla þá sem stunda virðisaukaskattsskylda búvöruframleiðslu sem fellur undir ákveðin atvinnugreinanúmer. Gjaldstofn til búnaðargjalds er velta búvöru og tengdrar þjónustu hjá gjaldskyldum búvöruframleiðendum. Álagning búnaðargjalds fer fram með álagningu opinberra gjalda og kemur til innheimtu á gjalddögum þinggjalda. Gjaldskyldir búvöruframleiðendur skila framtali til ríkisskattstjóra þar sem gjaldskyldar fjárhæðir eru tilgreindar eftir búgreinum innan framtalsfrests.
    Bændasamtök Íslands, sem teljast til frjálsra félagasamtaka, hafa nú ákveðið að taka upp almennt félagsgjald sem kemur þá a.m.k. að hluta til í stað búnaðargjalds. Þar með eru ekki lengur fyrir hendi forsendur fyrir því að ríkið annist innheimtu og álagningu gjaldsins. Því er lagt til að lög um búnaðargjald verði felld brott frá og með 1. janúar 2017. Þar sem lögin gera hins vegar ráð fyrir að framtal og álagning vegna tekjuársins 2016 eigi sér stað á árinu 2017 er gert ráð fyrir að lögin haldi áfram gildi sínu að því leyti sem þau kveða á um framtal og álagningu 2017, vegna tekjuársins 2016, og vegna endurálagningar eldri gjaldára.
    Þar sem búnaðargjald hefur að hluta runnið til búnaðardeildar Bjargráðasjóðs þarf að gera breytingar á ákvæðum laga um sjóðinn. Breytingunum er ætlað að endurspegla brottfall búnaðargjalds.
    Búnaðardeild Bjargráðasjóðs á eignir vegna tekna deildarinnar af búnaðargjaldi frá fyrri tíð. Gert er ráð fyrir að þeim eignum verði ráðstafað til Bændasamtaka Íslands í samhengi við þær breytingar sem verða á eignarhaldi sjóðsins. Eignirnar nema rúmum 288 m.kr. um þessar mundir.

3.17. Sérstakt gjald vegna Ríkisútvarpsins.
    Í 14. gr. laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, er kveðið á um tekjustofna Ríkisútvarpsins. Einn af fjórum skilgreindum tekjustofnum er sérstakt gjald sem ríkisskattstjóri leggur á einstaklinga og lögaðila samhliða álagningu opinberra gjalda. Greiðendur eru tekjuskattsskyldir einstaklingar og lögaðilar sem bera sjálfstæða skattaðild aðrir en dánarbú, þrotabú og lögaðilar sem undanþegnir eru skattskyldu skv. 4. gr. tekjuskattslaga. Þó eru þeir einstaklingar undanþegnir gjaldinu sem ekki sæta álagningu sérstaks gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra eða skulu fá það gjald fellt niður samkvæmt lögum um málefni aldraðra.
    Lagt er til að hið sérstaka gjald verði hækkað úr 16.400 kr. í 16.800 kr. eða um sem nemur 2,2% vegna almennra verðlagsbreytinga milli áranna 2016 og 2017. Áætlaðar viðbótartekjur af hækkuninni nema um 90 m.kr. árlega.

3.18. Gjald fyrir útgáfu vegabréfs.
    Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir 115 m.kr. viðbótarframlagi til Þjóðskrár Íslands á árinu 2017 til að mæta kostnaði stofnunarinnar við innkaup á vegabréfum og endurgerð framleiðslukerfis fyrir vegabréf. Til að mæta viðbótarframlaginu er lagt til að gjald fyrir útgáfu vegabréfa verði hækkað. Umfang hækkunarinnar byggist á áætlun um tekjur af framleiðslu vegabréfa árið 2017. Verði tillagan samþykkt munu eftirfarandi breytingar verða á gjöldum fyrir útgáfu vegabréfa til útlanda um næstu áramót:

Gjöld vegna útgáfu vegabréfa til útlanda.
2016 2017
Fyrir 18–66 ára:
Almennt gjald 10.250 kr. 12.300 kr.
Fyrir skyndiútgáfu 20.250 kr. 24.300 kr.
Fyrir neyðarvegabréf 5.150 kr. 6.200 kr.
Fyrir öryrkja:
Almennt gjald 4.650 kr. 5.600 kr.
Fyrir skyndiútgáfu 9.150 kr. 11.000 kr.
Fyrir neyðarvegabréf 2.350 kr. 2.800 kr.
Fyrir aðra:
Almennt gjald 4.650 kr. 5.600 kr.
Fyrir skyndiútgáfu 9.150 kr. 11.000 kr.
Fyrir neyðarvegabréf 2.350 kr. 2.800 kr.
Fyrir útgáfu diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa:
Fyrir 18–66 ára 8.200 kr. 9.850 kr.
Skyndiútgáfa fyrir 18–66 ára 16.200 kr. 19.500 kr.
Fyrir aðra 3.100 kr. 3.700 kr.
Skyndiútgáfa fyrir aðra 6.100 kr. 7.300 kr.

3.19. Gjalddagi og eindagi fjársýsluskatts.
    Í 6. mgr. 10. gr. laga um fjársýsluskatt, nr. 165/2011, er að finna ákvæði um gjalddaga ógreidds fjársýsluskatts og fjársýsluskatts utan staðgreiðslu í tilviki lögaðila en ákvæðið var lögfest með lögum nr. 54/2016, um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. Þar sem láðist að kveða á um sambærilegan gjalddaga einstaklinga í lögunum þykir rétt að kveðið verði á um að gjalddagi ógreidds fjársýsluskatts og fjársýsluskatts utan staðgreiðslu verði 1. júlí ár hvert og eindagi mánuði síðar í tilviki einstaklinga.

3.20. Framlag úr ríkissjóði til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
    Í a-lið 8. gr. a laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, er tekið fram að framlag úr ríkissjóði til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skuli reikna af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs. Samkvæmt 1. mgr. 51. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál, eru tryggingagjöld ekki lengur hluti af skatttekjum ríkissjóðs. Til að taka af allan vafa þykir nauðsynlegt að leggja til þá lagabreytingu að auk þess að reikna framlag úr ríkissjóði til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs skuli það einnig reiknað af innheimtum tryggingagjöldum ríkissjóðs.

3.21. Frávik frá skyldu ráðherra að leggja fram áætlun um fjárveitingar næstu tveggja ára vegna fylgirits með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017.
    Samkvæmt 3. tölul. 19. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál, skal ráðherra m.a. leggja fram áætlun um fjárveitingar til næstu tveggja ára í fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga. Frá gildistöku laganna þann 1. janúar sl. hefur ráðuneytum ekki gefist ráðrúm til að setja fram nákvæmar áætlanir fyrir öll verkefni og stofnanir eins og krafist er í greininni. Því er gert ráð fyrir því að veitt verði undanþága frá þeirri skyldu ráðherra að leggja fram áætlun um fjárveitingar næstu tveggja ára vegna fylgirits með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017. Slík áætlun verður því birt í fyrsta sinni í fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018.

4. Samráð.
    Við vinnslu þessa frumvarps var m.a. stuðst við drög að fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Við gerð þess var haft samráð við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, innanríkisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, velferðarráðuneytið, Fjármálaeftirlitið, ríkisskattstjóra og tollstjóra.
    Efni frumvarpsins gefur ekki tilefni til að ætla að tillögur þess stangist á við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar.

5. Mat á áhrifum tillagna frumvarpsins á ráðstöfunartekjur, verðlag og kaupmátt.
    Eins og fram er komið eru tillögur frumvarpsins af margvíslegum toga og sama má segja um áhrif þeirra á ráðstöfunartekjur, verðlag og kaupmátt. Breytingar á barnabótum og vaxtabótum auka ráðstöfunartekjur og kaupmátt heimila um 1,5 mia.kr. frá því sem ella hefði orðið, en hækkun útvarpsgjalds, gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra og gjalds fyrir vegabréf, samtals um 200 m.kr., vegur þar á móti. Hækkun krónutölugjalda (áfengi, tóbak, eldsneyti) munu óhjákvæmilega hafa áhrif á vísitölu neysluverðs til hækkunar, eða nálægt 0,2%, sem leiðir til minni kaupmáttar ráðstöfunartekna hjá heimilum. Hækkun á gistináttaskatti mun aftur á móti fyrst og fremst hafa áhrif á kaupmátt og þar með eftirspurn erlendra ferðamanna, en áhrif á vísitölu neysluverðs verða þó einhver. Þegar allt er lagt saman verður niðurstaðan sú að áhrif tillagna frumvarpsins verði óveruleg á ráðstöfunartekjur og kaupmátt þeirra, en áhrif á verð í einstaka þáttum ferðaþjónustu gætu þó orðið einhver til hækkunar sem dregið gæti úr eftirspurn ferðamanna, ekki síst þegar við bætist styrking krónunnar undanfarin misseri. Þá verða nettóáhrif tillagnanna á ríkissjóð jákvæð um tæplega 1,5 mia.kr. Er þá einungis miðað við áhrif umfram venjubundna verðuppfærslu. Skipting niður á einstaka liði er þessi:

Áhrif tillagna á afkomu ríkissjóðs árið 2017
m.kr. Tekjuhlið Gjaldahlið
1. Viðmiðunarfjárhæðir barnabóta 800
2. Viðmiðunarfjárhæðir vaxtabóta 700
3. Umframhækkun á gjaldskrám að mt. virðisaukaskatti 2.000
4. Framlenging á ívilnun v/rafmagns- og tengiltvinnbíla -500
5. Gistináttagjald frá 1. sept. 2017 300
6. Umboðsmaður skuldara 650
7. Ýmislegt 500
Samtals 2.950 1.500
Nettóáhrif 1.450

Um einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

    Með ákvæði þessu er lögð til hækkun á viðmiðunarfjárhæðum barnabóta sem koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017. Gert er ráð fyrir því að viðmiðunarfjárhæðir barnabóta verði hækkaðar um 3% auk 12,5% hækkunar á tekjuviðmiðunarmörkum bótanna.

Um 2. gr.

    Með ákvæði þessu er lagt til að tímabundin hækkun á vaxtabótum sem að óbreyttu hefði fallið niður um næstu áramót verði framlengd um eitt ár. Því er ártalinu 2017 bætt við ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum, en það hefur að geyma ákvæði um vaxtabætur á árunum 2011, 2012, 2013, 2014, 2015 og 2016. Gert er ráð fyrir að ákvæðið komi til framkvæmda við ákvörðun á fyrirframgreiðslu vaxtabóta og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017. Jafnframt er lögð til 12,5% hækkun á eignarmörkum vaxtabóta. Til nánari skýringar vísast í kafla 3.1. í athugasemdunum.

Um 3.–5. gr.

    Með greinunum er lagt til að fjárhæðir áfengisgjalda og tóbaksgjalda verði hækkaðar. Er hér annars vegar um að ræða 2,2% hækkun gjalda vegna almennra verðlagsbreytinga 2017 og hins vegar 2,5% hækkun gjaldanna í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps ársins 2017 eða alls 4,7% hækkun.

Um 6. og 9. gr.

    Lagt er til að gerð verði leiðrétting á breytingum sem gerðar voru með samþykkt laga nr. 54/2016. Í tillögunni felst að 4. mgr. 11. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda verði tekin upp í lögin að nýju, óbreytt, en 4. mgr. 11. gr. laga um virðisaukaskatt verði felld brott.
    Um nánari skýringu á brottfalli 4. mgr. 11. gr. laga um virðisaukaskatt vísast til umfjöllunar í nefndaráliti meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (þskj. 1372 í 667. máli á 145. löggjafarþingi) og minnisblaðs fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem er fylgiskjal álitsins.
    Þá er eins og áður sagði lagt til að kveðið verði að nýju á um reglugerðarheimild um skiptingu persónuafsláttar í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Sú villa kom fram við vinnslu frumvarps þess er varð að lögum nr. 54/2016, um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld (667. mál 145. löggjafarþings), að ákvæði er kvað á um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og skyldi bætt við IV. kafla frumvarpsins lenti í III. kafla frumvarpsins, sem kvað á um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Greinin eins og hún var samþykkt hafði í för með sér brottfall á reglugerðarheimild um skiptingu persónuafsláttar og þykir því nauðsynlegt að leggja til leiðréttingu. Í 9. gr. felst að reglugerðarheimildinni verði bætt við lögin að nýju en ekki er um efnisbreytingu að ræða á ákvæði því sem var í 4. mgr. 11. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir samþykkt laga nr. 54/2016.

Um 7. gr.

    Lagt er til að fjárhæðarmörkum 6. málsl. 1. mgr. 35. gr. laga um virðisaukaskatt vegna rafrænt afhentrar þjónustu verði breytt og þau samræmd og tengd við fjárhæðarmörk 3. tölul. 4. gr. laganna. Tilefni breytingarinnar er breytingar sem samþykktar voru á Alþingi með lögum nr. 57/2016. Með þeim lögum voru almenn veltumörk virðisaukaskatts hækkuð úr 1.000.000 kr. í 2.000.000 kr. Jafnframt voru veltumörk vegna skila á virðisaukaskatti á ársgrundvelli hækkuð úr 3.000.000 kr. í 4.000.000 kr. Lögin öðlast gildi 1. janúar 2017.

Um 8. gr.

    Lagt er til að fjárhæðum 2. mgr. bráðabirgðaákvæðisins verði breytt til samræmis við þá lækkun sem varð á almennu þrepi virðisaukaskatts með lögum nr. 124/2014. Þá er lagt til að gildistími bráðabirgðaákvæðis XXIV í lögum um virðisaukaskatt verði framlengdur um eitt ár. Í ákvæðinu er kveðið á um heimild til að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiða að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Um frekari skýringar er vísað til kafla 3.5. í athugasemdunum.

Um 10. gr.

    Lögð er til þreföldun á fjárhæð gistináttaskatts sem fer þá úr 100 kr. í 300 kr. fyrir hverja selda gistináttaeiningu frá 1. september 2017.

Um 11. og 12. gr.

    Lagt er til að almennt vörugjald af bensíni hækki um 1,20 kr. á hvern lítra, úr 25,60 kr. í 26,80 kr., og að sérstakt vörugjald af blýlausu bensíni hækki um 1,95 kr. á hvern lítra, úr 41,30 kr. í 43,25 kr. Einnig er lagt til að sérstakt vörugjald á hvern lítra af öðru bensíni hækki um 2,05 kr., úr 43,80 kr. í 45,85 kr. Hækkunin nemur 2,2% vegna almennra verðlagsbreytinga milli áranna 2016 og 2017 auk 2,5% hækkunar í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps ársins 2017 eða alls 4,7%.

Um 13. og 14. gr.

    Hér er gerð tillaga um hækkun á olíugjaldi, kílómetragjaldi og sérstöku kílómetragjaldi um 2,2% vegna almennra verðlagsbreytinga milli áranna 2016 og 2017 auk 2,5% hækkunar í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2017 eða alls 4,7% hækkun. Olíugjaldið fer þá úr 57,40 kr. á hvern lítra í 60,10 kr. og fjárhæðir almenns kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds hækka með sambærilegum hætti.

Um 15. gr.

    Í ákvæðinu er kveðið á um hvernig kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald skuli reiknað við áætlun og ákvörðun samkvæmt álestri ef ekki er komið með ökutæki til álestrar innan álestrartímabila.

Um 16. gr.

    Lagt er til að fjárhæð kolefnisgjalds af eldsneyti hækki um 2,2% vegna almennra verðlagsbreytinga milli áranna 2016 og 2017 auk 2,5% hækkunar í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps ársins 2017 eða alls um 4,7%.

Um 17. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að bifreiðagjald hækki um 2,2% vegna almennra verðlagsbreytinga milli áranna 2016 og 2017 auk 2,5% hækkunar í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps ársins 2017 eða alls um 4,7%.

Um 18. gr.

    Við gildistöku laga nr. 139/2009 var tveimur nýjum málsgreinum bætt við 5. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, án þess að breytingar yrðu á tilvísunum í 4. gr. þeirra laga. Lagt er til að tilvísuninni „sbr. nánar 4. og 5. mgr. 5. gr.“ í lok 1. málsl. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 99/1999 verði breytt þannig að vísað sé til réttra málsgreina.

Um a–r-lið 19. gr.

    Í ákvæðunum er gert ráð fyrir hækkun gildandi álagningarhlutfalla viðskiptabanka, sparisjóða, lánafyrirtækja, greiðslustofnana, rafeyrisfyrirtækja, Lánasjóðs sveitarfélaga, Íbúðalánasjóðs, vátryggingafélaga, vátryggingamiðlana, verðbréfafyrirtækja, verðbréfamiðlana, verðbréfamiðstöðva og kauphalla. Lögð er til lækkun á gildandi álagningarhlutfalli rekstrarfélaga verðbréfasjóða og fagfjárfestasjóða og að álagningarhlutfall lífeyrissjóða haldist óbreytt. Þá er lögð til hækkun á lágmarksgjaldi vátryggingamiðlana, verðbréfamiðstöðva og kauphalla og fastagjöldum innlánsdeilda samvinnufélaga, Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, og öryggissjóða, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, gjaldeyrisskiptistöðva og eignarhaldsfélaga og þrepaskiptum fastagjöldum á útgefendur hluta- og skuldabréfa sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulögðum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi. Einnig er lögð til hækkun á fastagjöldum lífeyrissjóða sem miðar að því að hlutur fastagjalda í heildarálagningu eftirlitsgjalds á lífeyrissjóði haldist óbreyttur. Framangreindar breytingar taka mið af endurmati á skiptingu kostnaðar við rekstur Fjármálaeftirlitsins í samræmi við ákvæði laga nr. 99/1999 og samræmingu lágmarks- og fastagjalda milli aðila.

Um s- og t-lið 19. gr. og 20. gr.

    Hinn 1. apríl 2017 tekur gildi ákvæði 2. tölul. 64. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda. Ákvæðið felur í sér að tvær nýjar málsgreinar bætast við 5. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Að óbreyttu mundu hinar nýju málsgreinar verða 10. og 11. mgr. 5. gr. laganna. Í gildandi 8. mgr. 5. gr. laganna er hins vegar kveðið á um að eftirlitsgjald skv. 5. gr. skuli reiknast í heilum þúsundum króna og að við álagningu skuli jafnframt færa álagningarstofna í þúsundir króna. Ákvæðið nær til allra annarra ákvæða sem koma fram í 5. gr. Til að heildarsamhengi 5. gr. verði haldgott er rétt að ákvæði 8. mgr. 5. gr. komi fram í lokamálsgrein 5. gr. Því eru lagðar til breytingar á röð málsgreina 5. gr. sem taka munu gildi í tveimur skrefum.
    Lagt er til að gildandi 8. mgr. 5. gr. laganna verði 9. mgr. lagagreinarinnar. Það hefur í för með sér að gildandi 9. mgr. 5. gr. verður 8. mgr. hennar. Gert er ráð fyrir að breytingin eigi sér stað við samþykkt frumvarps þessa.
    Þar sem ákvæði 2. tölul. 64. gr. laga nr. 118/2016 munu falla inn í lög nr. 99/1999 1. apríl 2017 er lagt til að sama dag muni gildandi 8. mgr. 5. gr. laganna, sem þá verður orðin að 9. mgr. lagagreinarinnar, verða að 11. mgr. 5. gr. laganna. Er með því ætlast til að þær málsgreinar sem bætast við 5. gr. laga nr. 99/1999 við gildistöku ákvæða 2. tölul. 64. gr. laga nr. 118/2016 verði 9. og 10. mgr. en gildandi 8. mgr. verði 11. mgr. 5. gr. laga nr. 99/1999.
    Í samhengi við framangreindar breytingar er í 20. gr. lagt til að millitilvísanir til 9. mgr. 5. gr. í 2. og 3. mgr. 6. gr. laga nr. 99/1999 breytist þannig að vísað verði til réttra málsgreina.

Um 21. gr.

    Lögð er til breyting á því hlutfalli af álagningarstofni skv. 4. gr. laga nr. 166/2011, um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, sem miðað er við þegar gjald sem ætlað er að standa undir kostnaði vegna reksturs umboðsmanns skuldara er lagt á gjaldskylda aðila, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna.

Um 22. gr.

    Hér er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra samkvæmt lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum, verði hækkað um 4,7% og nemi 10.956 kr. á hvern gjaldanda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017 vegna tekna ársins 2016.

Um 23. og 24. gr.

    Lögð er til framlenging á gildistíma ákvæðis til bráðabirgða VII í lögum um málefni aldraðra þar sem kveðið er á um að Framkvæmdasjóður aldraðra hafi tímabundna heimild til að kosta rekstur hjúkrunarrýma aldraðra. Ástæða þessara ráðstafana er fjárhagsvandi ríkissjóðs og sparnaðarkrafa fjárlagaheimilda.
    Þá er gert ráð fyrir að við lög nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum, bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða þar sem kveðið er á um að á tímabilinu frá 1. janúar 2017 til og með 31. desember 2017 sé unnt að óska eftir því við Tryggingastofnun ríkisins að stofnunin geri samanburð á útreikningi á kostnaðarþátttöku heimilismanna fyrir og eftir gildistöku laga nr. 166/2006 og laga nr. 120/2009. Með lögum nr. 166/2006 var dregið úr tengingum við tekjur maka heimilismanna og þær síðar afnumdar með lögum nr. 120/2009. Sýni samanburðurinn aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna ársins 2017 til samræmis við það. Sú niðurstaða sem er hagstæðari fyrir vistmanninn verður því ætíð valin við útreikning á kostnaðarþátttöku hans og útreikning dvalarframlags frá Tryggingastofnun ríkisins. Hér er um framlengingu á sams konar ákvæði að ræða. Gildandi ákvæði um heimild til samanburðar á útreikningi á kostnaðarþátttöku heimilismanna samkvæmt eldri og yngri lögum, sbr. ákvæði til bráðabirgða VI, rennur út 31. desember 2016.

Um 25. gr.

    Lögð er til framlenging á 14. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögum um almannatryggingar út árið 2017 en að öðrum kosti hefði það runnið sitt skeið í lok árs 2016. Ákvæðið kveður á um það að þrátt fyrir ákvæði laganna skuli örorkulífeyrisþegi hafa 1.315.200 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar.
    Samkvæmt ákvæðinu skal við útreikning tekjutryggingar þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á tímabilinu 1. janúar 2017 til og með 31. desember 2017 gera samanburð á útreikningi tekjutryggingar annars vegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á árinu 2017 og hins vegar þeim reglum sem voru í gildi á árinu 2013 auk 25,8% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 16. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum. Þeirri reglu sem leiðir til hærri greiðslna fyrir lífeyrisþega skal beitt.

Um 26. gr.

    Vísað er til skýringa við 25. gr. frumvarpsins en í 26. gr. er kveðið á um útreikning heimilisuppbótar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Skal sömu reglu beitt og getið er um í 25. gr. frumvarpsins.

Um 27. gr.

    Lagt er til að ákvæði til bráðabirgða XI í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða verði framlengt um eitt ár og gildi út árið 2017. Það mun hafa þau áhrif að óheimilt verður á árinu 2017 að láta almennar hækkanir sem kunna að verða á örorkulífeyrisgreiðslum samkvæmt lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, og lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, leiða til lækkunar á örorkulífeyri sjóðfélaga úr lífeyrissjóði.

Um 28. gr.

    Í greininni er lagt til að skuldbinding ríkissjóðs á árinu 2017 gagnvart þjóðkirkjunni samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar muni hækka um 113,4 m.kr. frá fjárlögum fyrir árið 2016. Innifalið í hækkuninni eru alls 21 m.kr. stofnkostnaðarframlög til Skálholtsstaðar, Hallgrímskirkju, Hóladómkirkju og Dómkirkjunnar í Reykjavík sem ekki eru hluti af fyrrgreindu samkomulagi. Jafnframt er gert ráð fyrir að framlag ríkissjóðs til Kristnisjóðs hækki um 1,9 m.kr. á árinu 2017.

Um 29. gr.

    Í greininni er lagt til að föst krónutala sóknargjalda hækki úr 898 kr. á mánuði samkvæmt gildandi lögum í 920 kr. fyrir árið 2017.

Um 30. gr.

    Lagt er til að fjárhæð losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar skv. 4. mgr. 14. gr. laga um loftslagsmál verði breytt til samræmis við breytingar á meðalverði losunarheimilda á Evrópska efnahagssvæðinu eins og það er á árstímabili sem lýkur 31. júlí árið áður. Gert er ráð fyrir að breytingin muni hafa óveruleg áhrif á tekjur ríkissjóðs. Um nánari skýringar vísast til kafla 3.14. í athugasemdunum.

Um 31. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að tvö ný tollnúmer bætist við 6. mgr. 7. gr. a laga um úrvinnslugjald. Hér er annars vegar um að ræða nýtt tollnúmer fyrir einnota burðarpoka til notkunar í matvöru- og sérvöruverslunum til flutnings á vörum innan verslana og til heimila sem eru þynnri en 15 míkrómetrar. Hins vegar eru þetta einnota burðarpokar til notkunar í matvöru- og sérvöruverslunum til flutnings á vörum til heimila sem eru þykkari en 15 míkrómetrar. Markmiðið með þessum breytingum er að fylgja eftir aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr notkun plastpoka 2016–2018. Í henni er lagt til að tollflokkum plastumbúða verði skipt upp til að hægt verði að taka saman tölulegar upplýsingar um notkun einnota burðarplastpoka á Íslandi. Er því lagt til að búin verði til tvö ný tollskrárnúmer sem aðeins yrðu notuð fyrir einnota burðarplastpoka. Úrvinnslugjald verður það sama og fyrir aðrar plastumbúðir, 16 kr./kg.

Um 32. gr.

    Lagt er til að gúmmíhjólbarðar á golfkerrum, þar sem kerrurnar eru á plasthjólum og hjólbarðarnir litlir og stjórnað af gangandi, verði undanþegnir úrvinnslugjaldi, sjá og auglýsingu nr. 121/2015, um breytingu á viðauka I við tollalög, nr. 88 18. maí 2005, með síðari breytingum.

Um 33. gr.

    Lagt er til að úrvinnslugjald á olíuvörur verði hækkað úr 30 kr./kg í 35 kr./kg. Tillaga um hækkun er vegna aukins kostnaðar við söfnun og úrvinnslu úrgangsolíu vegna óhagstæðrar kostnaðarþróunar innan lands. Einnig má benda á að á liðnum árum hefur sala á meðhöndlaðri úrgangsolíu skilað töluverðum tekjum sem koma á móti kostnaði við söfnun og úrvinnslu. Verðlækkun á olíumörkuðum nýverið hefur haft veruleg áhrif á tekjur vegna sölu á úrgangsolíu sem hefur leitt til hækkunar á nauðsynlegu endurgjaldi til þjónustuaðila. Úrvinnslugjaldi á olíuvörur var síðast breytt árið 2011.

Um 34. gr.

    Lagt er til að úrvinnslugjald á leysiefni lækki úr 31 kr./kg í 27 kr./kg (meðalúrvinnslugjald). Sjóður leysiefna var orðinn verulega neikvæður í árslok 2013. Árið 2014 var úrvinnslugjald hækkað til að rétta af neikvæða sjóðsstöðu. Sjóður leysiefna er kominn á rétt ról og því er talið að unnt sé að lækka gjaldið þrátt fyrir að kostnaður við söfnun, flutninga og ráðstöfun þróist í takt við almennar verðhækkanir í landinu.

Um 35. gr.

    Lagt er til að úrvinnslugjald á olíumálningu lækki úr 42 kr./kg í 38 kr./kg. Sjóður málningar var orðinn verulega neikvæður en árið 2014 var úrvinnslugjald hækkað til að rétta af sjóðsstöðu vöruflokksins. Sjóður málningar er nú kominn á rétt ról og er því talið unnt að lækka gjaldið þrátt fyrir að kostnaður við söfnun, flutninga og ráðstöfun þróist í takt við almennar verðhækkanir í landinu.

Um 36. gr.

    Lagt er til að úrvinnslugjald á rafhlöður hækki úr 54 kr./kg í 119 kr./kg. (meðalúrvinnslugjald). Sjóður rafhlaða varð neikvæður í árslok 2015 eftir nokkurra ára taprekstur. Ástæða taps undanfarinna ára má rekja til aukins kostnaðar við söfnun og ráðstöfun rafhlaða auk þess sem skilahlutfall hefur farið hækkandi en lögð er áhersla á aukna endurvinnslu rafhlaða. Aukinn kostnað má einnig rekja til breyttrar ráðstöfunar. Nú orðið eru allar rafhlöður fluttar út til endurvinnslu en áður var verulegur hluti þeirra urðaður með sérstökum hætti hér á landi. Úrvinnslugjaldi á rafhlöður var síðast breytt árið 2005 þegar það var lækkað verulega vegna minni söfnunar en að hafði verið stefnt í upphafi þegar Úrvinnslusjóður var stofnaður.

Um 37. gr.

    Lagt er til að úrvinnslugjald á blýsýrurafgeyma lækki úr 20 kr./kg í 8 kr./kg. (meðalúrvinnslugjald). Undanfarin ár hefur markaðsverð á blýi verið hátt sem hefur leitt til hás endursöluverðs á ónýtum blýsýrurafgeymum. Vegna þessa var unnt að lækka endurgjald til þjónustuaðila og þar með lækka kostnað við úrvinnslu blýsýrurafgeyma. Það leiddi til þess að úrvinnslugjald á rafgeyma var lækkað árið 2014 og er nú gerð tillaga um að lækka það enn frekar.

Um 38. gr.

    Lagt er til að úrvinnslugjald á framköllunarefni hækki úr 200 kr./kg í 480 kr./kg (meðalúrvinnslugjald). Vegna tæknibreytinga hefur notkun framköllunarefna minnkað jafnt og þétt og er nú orðin óveruleg samanborið við það sem var á árum áður og að mestu bundin við fáa aðila, einkum prentsmiðjur og ljósmyndafyrirtæki. Sjóður framköllunarefna er neikvæður þrátt fyrir verulega hækkun á úrvinnslugjaldi árið 2014. Lögð er til hækkun á úrvinnslugjaldi á framköllunarefni í viðleitni til að rétta af neikvæða sjóðsstöðu. Jafnframt verða skoðaðir aðrir möguleikar við söfnun og ráðstöfun þessara efna. Má þar nefna að hugsanlegt er að gera fyrirtækjasamninga hliðstæða þeim sem Úrvinnslusjóður er með við prentsmiðjur um ráðstöfun prentlitaúrgangs. Heimild er fyrir slíkum samningum í 4. mgr. 15. gr. laga um úrvinnslugjald.

Um 39. gr.

    Óskað hefur verið eftir að úrvinnslugjald á sóla til sólningar á notuðum hjólbörðum verði lækkað en það er það sama og fyrir hjólbarða. Rökin fyrir því eru að sólinn slitnar hlutfallslega meira en belgur hjólbarða og því komi minna til förgunar af slitfletinum (bani). Er því gerð tillaga um að úrvinnslugjald á slitfleti hjólbarða lækki úr 40 kr./kg í 8 kr./kg.
    Um áramótin 2016/2017 tekur ný tollskrá Alþjóðatollastofnunarinnar gildi. Í henni er gert ráð fyrir nýjum undirliðum fyrir tvinn-, tengiltvinn- og rafmagnsbifreiðar. Tollyfirvöld á Íslandi hafa undirbúið breytingar á tollskrá í viðauka I við tollalög vegna þeirra breytinga sem verða á alþjóðlegu tollskránni. Lagt er til að úrvinnslugjald á hjólbarða tvinn-, tengiltvinn- og rafmagnsbifreiða verði 1.400 kr./stk.

Um 40. gr.

    Lagt er til að úrvinnslugjald á raf- og rafeindatæki hækki úr 14 kr./kg í 26 kr./kg (meðalúrvinnslugjald). Úrvinnslugjald var fyrst lagt á raftæki árið 2015. Raftækjum er skipt í sex undirflokka sem reknir eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Þessir undirflokkar eru kælitæki, skjáir, perur, stór tæki, lítil tæki og lítil upplýsingatæki. Vörur í þessum undirflokkum kalla á mismunandi og miskostnaðarsama meðhöndlun auk þess sem málmhlutfall tækjanna er mishátt. Almennt má segja að söluverðmæti raftækjaúrgangs felist í sölu málma, þ.e. brotajárns og verðmætari málma. Við ákvörðun á endurgjaldi til þjónustuaðila vegna raftækjaúrgangs er tekið tillit til söluverðmætis málma í úrganginum. Málmverð féll verulega árið 2015. Lækkunin leiddi til þess að stjórn Úrvinnslusjóðs tók í árslok 2015 ákvörðun um að hækka endurgjald til þjónustuaðila til að vega upp á móti tekjutapi þeirra vegna lægra málmverðs og styrkingar íslensku krónunnar. Sú hækkun bættist við leiðréttingar á endurgjaldi vegna innlendrar kostnaðarhækkana svo sem vegna launaþróunar og flutninga og gámaleigu.
    Enn fremur er gerð tillaga um álagningu úrvinnslugjalds á tvö tollnúmer, fyrir annars vegar spjaldtölvur og hins vegar útvarpstæki sem geta tengst við tölvur, sem teljast til vöruflokksins raf- og rafeindatæki.

Um 41.–55. gr.

    Bændasamtök Íslands, sem teljast til frjálsra félagasamtaka, hafa ákveðið að taka upp almennt félagsgjald sem koma mun í stað búnaðargjalds. Þar með eru ekki lengur fyrir hendi forsendur fyrir því að ríkið hafi aðkomu að innheimtu og álagningu gjaldsins.
    Í ljósi framangreinds er lagt til að lög um búnaðargjald falli úr gildi frá og með 1. janúar 2017.
    Búnaðargjald er innheimt af búvöruframleiðendum eins og þeir eru skilgreindir í lögum um búnaðargjald en gjaldið er lagt á veltu búvöru og tengdrar þjónustu. Búvöruframleiðendur greiða gjaldið fyrir fram upp í væntanlega álagningu í sex jöfnum greiðslum mánuðina júlí til desember á tekjuári. Gjaldskyldir búvöruframleiðendur eru framtalsskyldir en í framtalinu gera þeir grein fyrir gjaldskyldum fjárhæðum eftir búgreinum. Að loknum framtalsfresti er búnaðargjaldið lagt á en frá álögðu búnaðargjaldi er dregin sú fjárhæð sem greidd hefur verið fyrir fram. Í 41. gr. felst að lögin falla úr gildi hvað varðar þau tekjuár sem koma á eftir tekjuárinu 2016. Hins vegar er gert ráð fyrir að lögin haldi gildi sínu vegna álagningarársins 2017 sem tekur til tekna á árinu 2016 og er það sérstaklega tekið fram í síðari málsgreininni. Þannig munu búvöruframleiðendur verða framtalsskyldir á árinu 2017, álagning fer fram það ár og frádráttur eftir álagningu auk þess sem m.a. ákvæði er varða vangreiðslu eða vanefndir á fyrirframgreiðslu, vexti og endurákvörðun vegna eldri ára munu áfram halda gildi sínu.
    Þar sem hluti búnaðargjalds hefur runnið til búnaðardeildar Bjargráðasjóðs þarf samhliða brottfalli laga um búnaðargjald að gera breytingar á lögum um sjóðinn, sbr. 42.–55. gr. Samkvæmt frumvarpinu mun sjóðurinn aðeins verða í eigu ríkisins og Bændasamtök Íslands missa rétt til tilnefningar í stjórn hans. Þá mun hlutverk stjórnar sjóðsins breytast þar sem hann verður ekki deildaskiptur. Hlutverk sjóðsins verður eftir breytinguna bundið við að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar tjón af völdum náttúruhamfara enda verður almenn deild sjóðsins lögð niður en hún hefur hingað til bætt tjón vegna sjúkdóma, óvenjulegs veðurfars og slysa. Þá er lagt til að við lög um Bjargráðasjóð verði bætt heimild til að ráðstafa eignum búnaðardeildar sjóðsins til Bændasamtaka Íslands en jafnframt gert ráð fyrir að slíkri ráðstöfun verði sett skilyrði um að eignirnar verði nýttar í tilgangi sambærilegum hlutverki búnaðardeildar eins og það hlutverk hefur verið skilgreint í 9. gr. laga um Bjargráðasjóð.

Um 56. gr.

    Lagt er til að sérstakt gjald sem ríkisskattstjóri leggur á samhliða álagningu opinberra gjalda skv. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu og rennur til Ríkisútvarpsins verði hækkað úr 16.400 kr. í 16.800 kr. eða um sem nemur 2,2% vegna almennra verðlagsbreytinga milli áranna 2016 og 2017.

Um 57. gr.

    Til að mæta viðbótarframlagi til Þjóðskrár Íslands á árinu 2017 er lagt til að gjald fyrir útgáfu vegabréfa skv. 14. gr. laga um aukatekjur ríkissjóðs verði hækkað um 20%.

Um 58. gr.

    Lagt er til að kveðið verði á um að gjalddagi ógreidds fjársýsluskatts og fjársýsluskatts utan staðgreiðslu sé 1. júlí ár hvert og eindagi mánuði síðar í tilviki einstaklinga en fyrir er ákvæði í lögunum um að gjalddagi lögaðila sé 1. nóvember ár hvert og eindagi mánuði síðar.

Um 59. gr.

    Lögð er til breyting á a-lið 8. gr. a laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, vegna orðalags 1. mgr. 51. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.
    Í 1. málsl. a-liðar 8. gr. a laga um tekjustofna sveitarfélaga er tekið fram að framlag úr ríkissjóði til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skuli reikna af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs. Samkvæmt 1. mgr. 51. gr. laga um opinber fjármál eru tryggingagjöld ekki lengur hluti af skatttekjum ríkissjóðs. Til að taka af allan vafa þykir nauðsynlegt að leggja til þá lagabreytingu að auk þess að reikna framlag úr ríkissjóði til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs skuli það einnig reiknað af innheimtum tryggingagjöldum ríkissjóðs.
    Þá er sambærileg breyting lögð til á 2. málsl. a-liðar 8. gr. a laga um tekjustofna sveitarfélaga þar sem kveðið er á um ákveðna fjárhæð sem renna skal til málefna fatlaðs fólks af innheimtum skatttekjum og tryggingagjöldum.

Um 60. gr.

    Samkvæmt 3. tölul. 19. gr. laga um opinber fjármál skal ráðherra m.a. leggja fram áætlun um fjárveitingar til næstu tveggja ára í fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga. Frá gildistöku laganna þann 1. janúar sl. hefur ráðuneytum ekki gefist ráðrúm til að setja fram nákvæmar áætlanir fyrir öll verkefni og stofnanir eins og krafist er í greininni. Ákvæðið gerir því ráð fyrir að veitt verði undanþága frá þeirri skyldu ráðherra að leggja fram áætlun um fjárveitingar næstu tveggja ára vegna fylgirits með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017. Slík áætlun verður því birt í fyrsta sinni í fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018.

Um 61. gr.

    Ákvæðið fjallar um gildistöku og þarfnast ekki skýringar.