Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 133, 148. löggjafarþing 3. mál: breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.
Lög nr. 96 30. desember 2017.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018.


I. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðanna „dómstóla að stefndum ríkisskattstjóra vegna ráðherra“ í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. og 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 66. gr. laganna:
  1. Í stað „20%“ í 1. málsl. kemur: 22%.
  2. Í stað „125.000 kr.“ í 3. málsl. kemur: 150.000 kr.


3. gr.

     Í stað „ 20/ 37 “ í 4. málsl. 2. mgr. A-liðar 67. gr. laganna kemur: 22/ 37.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna:
  1. Í stað „205.834 kr.“ og „245.087 kr.“ í 1. málsl. og „342.939 kr.“ og „351.787 kr.“ í 2. málsl. kemur: 223.300 kr.; 265.900 kr.; 372.100 kr.; og: 381.700 kr.
  2. Í stað „5.400.000 kr.“ og „2.700.000 kr.“ í 3. málsl. kemur: 5.800.000 kr.; og: 2.900.000 kr.
  3. Í stað „122.879 kr.“ í 7. málsl. kemur: 133.300 kr.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 70. gr. laganna:
  1. Í stað „36%“ í c-lið 3. tölul. kemur: 37,6%.
  2. Í stað „36%“ í c-lið 4. tölul. kemur: 37,6%.
  3. Í stað „20%“ í a-lið 5. tölul. kemur: 22%.
  4. Í stað „20%“ í 6. tölul. kemur: 22%.
  5. Í stað „20%“ í a-lið 7. tölul. kemur: 22%.
  6. Í stað „18%“ í b-lið 7. tölul. kemur: 20%.
  7. Í stað „10%“ í 1. málsl. a-liðar 8. tölul. kemur: 12%.
  8. Í stað „125.000 kr.“ í 2. málsl. a-liðar 8. tölul. kemur: 150.000 kr.
  9. Í stað „10%“ í b-lið 8. tölul. kemur: 12%.
  10. Í stað „20%“ í a-lið 10. tölul. kemur: 22%.
  11. Í stað „18%“ í b-lið 10. tölul. kemur: 20%.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 71. gr. laganna:
  1. Í stað „36%“ í 2. mgr. kemur: 37,6%.
  2. Í stað „20%“ í 3. mgr. kemur: 22%.
  3. Í stað „20%“ í 2., 4. og 5. málsl. 4. mgr. kemur: 22%.


7. gr.

     Í stað orðanna „fyrir lok hvers almanaksárs að loknu reikningsári“ í 1. málsl. 1. mgr. 91. gr. a laganna kemur: eigi síðar en 12 mánuðum frá lokum reikningsárs.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:
  1. Í stað orðanna „og 2017“ í 1.–5. mgr. kemur: 2017 og 2018.
  2. Í stað orðanna „og 2016“ í 1.–5. mgr. kemur: 2016 og 2017.


II. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, með síðari breytingum.

9. gr.

     Í stað „20%“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: 22%.

10. gr.

     Í stað „20%“ í 3. og 4. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 22%.

III. KAFLI
Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
  1. Í stað „117,25 kr.“ í 1. tölul. kemur: 119,60 kr.
  2. Í stað „106,80 kr.“ í 2. tölul. kemur: 108,95 kr.
  3. Í stað „144,50 kr.“ í 3. tölul. kemur: 147,40 kr.


12. gr.

     Orðin „og aðila sem ríkisstjórn ákveður“ í 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna falla brott.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
  1. Í stað „481,40 kr.“ í 1. tölul. kemur: 491,05 kr.
  2. Í stað „26,75 kr.“ í 2. tölul. kemur: 27,30 kr.
  3. Í stað „26,75 kr.“ í 3. tölul. kemur: 27,30 kr.


14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
  1. Í stað „604,75 kr.“ í 1. tölul. kemur: 616,85 kr.
  2. Í stað „33,60 kr.“ í 2. tölul. kemur: 34,25 kr.


IV. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.

15. gr.

     Á eftir orðinu „metan“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: eða metanól.

16. gr.

     Í stað „4. tölul.“ í 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: 1. og 3. tölul.

17. gr.

     Í stað „26,80 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 27,35 kr.

18. gr.

     Í stað „43,25 kr.“ og „45,85 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 44,10 kr.; og: 46,75 kr.

19. gr.

     Í stað orðanna „2016 og 2017“ í 1. málsl. og „500.000 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVI í lögunum kemur: 2016, 2017 og 2018; og: 500.000 kr. árin 2016 og 2017 og 250.000 kr. árið 2018.

V. KAFLI
Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, með síðari breytingum.

20. gr.

     Í stað „60,10 kr.“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: 61,30 kr.

21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. 4. mgr. orðast svo:
  2.      Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
    10.000–11.000 0,31 21.001–22.000 7,56
    11.001–12.000 0,97 22.001–23.000 8,23
    12.001–13.000 1,63 23.001–24.000 8,88
    13.001–14.000 2,30 24.001–25.000 9,54
    14.001–15.000 2,96 25.001–26.000 10,19
    15.001–16.000 3,62 26.001–27.000 10,86
    16.001–17.000 4,27 27.001–28.000 11,53
    17.001–18.000 4,93 28.001–29.000 12,19
    18.001–19.000 5,59 29.001–30.000 12,83
    19.001–20.000 6,23 30.001–31.000 13,49
    20.001–21.000 6,92 31.001 og yfir 14,15

  3. 6. mgr. orðast svo:
  4.      Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
    5.000–6.000 9,28 18.001–19.000 24,50
    6.001–7.000 10,04 19.001–20.000 25,60
    7.001–8.000 10,81 20.001–21.000 26,73
    8.001–9.000 11,58 21.001–22.000 27,85
    9.001–10.000 12,32 22.001–23.000 28,94
    10.001–11.000 13,42 23.001–24.000 30,05
    11.001–12.000 14,86 24.001–25.000 31,16
    12.001–13.000 16,28 25.001–26.000 32,27
    13.001–14.000 17,70 26.001–27.000 33,37
    14.001–15.000 19,13 27.001–28.000 34,50
    15.001–16.000 20,54 28.001–29.000 35,61
    16.001–17.000 21,96 29.001–30.000 36,72
    17.001–18.000 23,40 30.001–31.000 37,80
    31.001 og yfir 38,93



22. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ef ekki er komið með ökutæki til álestrar á öðru álestrartímabili ársins 2017, sem stendur frá 1. til 15. desember 2017, sbr. 1. mgr. 14. gr., skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir 1. janúar 2018.
     Við ákvörðun kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds skv. 13. gr. á álestrartímabilinu 1. júní til 15. júní 2018 skal ríkisskattstjóri deila eknum kílómetrum frá fyrri álestri með dagafjölda sama tímabils og reikna kílómetragjald af hverjum eknum kílómetra miðað við fjölda gjaldskyldra daga fyrir 1. janúar 2018 og fjölda gjaldskyldra daga eftir 1. janúar 2018.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988, með síðari breytingum.

23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Í stað „5.810 kr.“ og „139 kr.“ í 2. mgr. kemur: 5.925 kr.; og: 142 kr.
  2. Í stað „54.420 kr.“, „2,32 kr.“ og „85.660 kr.“ í 4. mgr. kemur: 55.510 kr.; 2,37 kr.; og: 87.375 kr.


24. gr.

     Á eftir orðunum „skráð með metan“ í f-lið 4. gr. laganna kemur: eða metanól.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 5. gr. laganna:
  1. Í stað „0,0371%“ í a-lið 1. tölul. kemur: 0,0385%.
  2. Í stað „0,0337%“ í b-lið 1. tölul. kemur: 0,0387%.
  3. Í stað „0,452%“ í 2. tölul. kemur: 0,4403%.
  4. Í stað „0,254%“ í 3. tölul. kemur: 0,35%.
  5. Í stað „0,78%“ í 7. tölul. kemur: 0,8193%.
  6. Í stað „0,84%“ í 8. tölul. kemur: 1,006%.
  7. Í stað „0,0093% í 9. tölul. kemur: 0,0091%.
  8. Í stað „0,0084%“ í 11. tölul. kemur: 0,0087%.
  9. Í stað „0,0095%“ í 12. tölul. kemur: 0,01%.


26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Í stað „300.000 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 500.000 kr.
  2. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði þessarar málsgreinar taka þó ekki til álagningar eftirlitsgjalds á fagfjárfestasjóði skv. 2. málsl. 6. tölul. 1. mgr. 5. gr., en árleg álagning eftirlitsgjalds á sjóðina miðast við formlega skrá Fjármálaeftirlitsins yfir þessa sjóði í byrjun álagningarárs og verður þeirri álagningu ekki breytt innan ársins.
  3. Í stað orðanna „lokamálsliðar“ og „um fjármálagerninga“ í 4. mgr. kemur: 5. málsl.; og: um útgefendur fjármálagerninga.


VIII. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011, með síðari breytingum.

27. gr.

     Í stað „0,03201%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,00888%.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.

28. gr.

     Í stað „10.956 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 11.175 kr.

29. gr.

     Í stað orðanna „2016 og 2017“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2016, 2017 og 2018.

30. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2018 til og með 31. desember 2018 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalarframlags fyrir og eftir gildistöku laga nr. 166/2006 og laga nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.

X. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.

31. gr.

     Á eftir 3. málsl. 1. mgr. 23. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal ellilífeyrisþegi hafa 100.000 kr. sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna.

32. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
  1. Í stað „2017“ í 14. tölul. kemur: 2018.
  2. Í stað „2017“ þrívegis í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 2018.
  3. Í stað „25,8%“ í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 31,75%.


XI. KAFLI
Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum.

33. gr.

     Við 3. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna bætist: og um frítekjumörk vegna tekna fer skv. 1. mgr. 23. gr. sömu laga.

34. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum:
  1. Í stað „2017“ þrívegis kemur: 2018.
  2. Í stað „25,8%“ kemur: 31,75%.


XII. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum.

35. gr.

     Í stað orðanna „1. janúar 2017 til 31. desember 2017“ í ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum kemur: 1. janúar 2018 til 31. desember 2018.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum.

36. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði laganna skal skuldbinding ríkisins skv. 60. gr. á árinu 2018 samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar vera 1.811,1 millj. kr. Framlag til Kristnisjóðs skal vera 75 millj. kr. á árinu 2018.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, með síðari breytingum.

37. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, með síðari breytingum, skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 931 kr. á mánuði árið 2018 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum.

38. gr.

     Í stað „2017“ og „968 kr.“ í 4. mgr. 14. gr. laganna kemur: 2018; og: 627 kr.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum.

39. gr.

     Í stað „16.800 kr.“ í 4. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 17.100 kr.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum.

40. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
  1. 5. tölul. orðast svo: Fyrir vegabréfsáritun, 6–12 ára 4.200 kr.
  2. 6. tölul. orðast svo: Fyrir vegabréfsáritun, 13 ára og eldri 7.800 kr.
  3. 7. tölul. orðast svo: Fyrir vegabréfsáritun, framlenging 4.200 kr.
  4. 8. tölul. orðast svo: Fyrir vegabréfsáritanir samkvæmt fyrirgreiðslusamningi 4.200 kr.
  5. 9. tölul. orðast svo: Fyrir langtímavegabréfsáritun 7.800 kr.
  6. 10.–13. tölul. falla brott.
  7. Orðið „íslenskan“ í a- og b-lið 27. tölul. fellur brott.
  8. Í stað „15.000 kr.“ í a-lið 27. tölul. kemur: 25.000 kr.
  9. Í stað „7.500 kr.“ í b-lið 27. tölul. kemur: 12.500 kr.
  10. Í stað 32.–35. tölul. koma sex nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. Fyrir afgreiðslu umsóknar um dvalarleyfi 15.000 kr.
    2. Fyrir endurnýjun dvalarleyfis 15.000 kr.
    3. Fyrir bráðabirgðadvalarleyfi 15.000 kr.
    4. Fyrir dvalar- og atvinnuleyfi, flýtimeðferð 45.000 kr.
    5. Fyrir endurútgáfu dvalarleyfisskírteinis 7.500 kr.
    6. Fyrir dvalarskírteini fyrir aðstandendur EES-borgara sem eru ekki EES- eða EFTA-borgarar 15.000 kr.


41. gr.

     Í stað orðanna „5.–10. tölul. og 12.–15. tölul.“ í 2. málsl. 2. mgr. 20. gr. laganna kemur: 5.–9. tölul.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

42. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögunum:
  1. Í stað orðanna „31. desember 2017“ í 6. mgr. kemur: 31. desember 2020.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. er óheimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja fjárhæð til undanþeginnar veltu samkvæmt ákvæði þessu:
    1. Af rafmagnsbifreið frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 10.000 slíkar bifreiðar hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.
    2. Af vetnisbifreið frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 10.000 slíkar bifreiðar hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.
    3. Af tengiltvinnbifreið frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 10.000 slíkar bifreiðar hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.



XIX. KAFLI
Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, með síðari breytingum.

43. gr.

     Í stað „6,30 kr.“, „5,50 kr.“, „7,75 kr.“ og „6,90 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 9,45 kr.; 8,25 kr.; 11,65 kr.; og: 10,35 kr.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl., nr. 112/2016.

44. gr.

     Í stað orðanna „haustþingi 2017“ í ákvæði til bráðabirgða í lögunum kemur: vorþingi 2019.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.

45. gr.

     Í stað orðanna „og 2017“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: 2017 og 2018.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012, með síðari breytingum.

46. gr.

     Í stað orðanna „áranna 2016 og 2017“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: ársins 2018.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005, með síðari breytingum.

47. gr.

     Í stað „2017“ í 2. málsl. 9. gr. laganna kemur: 2022.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta, tolla og gjöld, nr. 59/2017.

48. gr.

     Í stað „1. janúar 2018“ í 2. tölul. 26. gr. laganna kemur: 1. janúar 2019.

XXV. KAFLI
Gildistaka.

49. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Ákvæði a-liðar 2. gr., 3. gr., a–g-liðar og i–k-liðar 5. gr., 6. og 9.–10. gr. koma til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda 2018 og álagningu 2019.
     Ákvæði b-liðar 2. gr. og h-liðar 5. gr. koma til framkvæmda við álagningu 2018 vegna tekna ársins 2017.
     Ákvæði 4. gr. koma til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2018.
     Ákvæði 7. gr. kemur til framkvæmda á árinu 2018 vegna tekna ársins 2017.
     Ákvæði 28. gr. kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2018 vegna tekna ársins 2017.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 1. gr. gildi 1. janúar 2018 og frá þeim tíma tekur yfirskattanefnd við öllum óloknum ágreiningsmálum um skattalega heimilisfesti sem til meðferðar eru hjá ráðherra eða hefðu að óbreyttu komið til meðferðar hjá honum.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 11., 13.–14., 17.–27., 32., 34.–35. og 38.–46. gr. gildi 1. janúar 2018.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 31. og 33. gr. gildi 1. janúar 2018 og koma til framkvæmda 1. febrúar 2018.

Samþykkt á Alþingi 29. desember 2017.