Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1787, 149. löggjafarþing 780. mál: upplýsingalög (útvíkkun gildissviðs o.fl.).
Lög nr. 72 24. júní 2019.
Ráðgjafi um upplýsingarétt almennings.
Af hálfu stjórnvalda skal starfa ráðgjafi um upplýsingarétt almennings sem hefur það hlutverk að stuðla að bættri upplýsingagjöf hins opinbera.
Hlutverk sitt rækir hann m.a. með því að:
Ráðgjafi um upplýsingarétt almennings skal hafa menntun og þekkingu sem nýtist í starfi. Forsætisráðuneytið sér ráðgjafa um upplýsingarétt almennings fyrir starfsaðstöðu en hann er í ráðgjöf sinni óháður fyrirmælum frá ráðherra og öðrum.
Þeim sem falla undir gildissvið laganna skv. I. kafla er óháð þagnarskyldu skylt að veita ráðgjafa um upplýsingarétt almennings aðgang að gögnum í trúnaði sem hann telur nauðsynleg til að sinna hlutverki sínu skv. 1. og 2. mgr. Ráðgjafa um upplýsingarétt almennings er óheimilt að skýra frá atriðum sem hann verður áskynja um í starfi sínu og leynt eiga að fara. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.
Hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar er beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs.
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál skal birta úrskurð þeim sem fór fram á aðgang að gögnum og þeim sem kæra beindist að svo fljótt sem verða má en að jafnaði innan 150 daga frá móttöku hennar.
a. (28. gr.)
Markmið.
Markmið þessa kafla er að:
b. (29. gr.)
Skilgreining á upplýsingum um umhverfismál.
Með upplýsingum um umhverfismál er átt við hvers kyns upplýsingar í rituðu, sjónrænu, heyranlegu, rafrænu eða einhverju efnislegu formi um:
c. (30. gr.)
Upplýsingaréttur almennings um umhverfismál.
Um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál fer samkvæmt ákvæðum II.–V. kafla, sbr. þó 31. gr.
d. (31. gr.)
Upplýsingar um mengandi losun út í umhverfið.
Þrátt fyrir ákvæði 6.–10. gr. og sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu á almenningur rétt á því að fá aðgang að upplýsingum um mengandi losun út í umhverfið.
e. (32. gr.)
Almenn miðlun upplýsinga um umhverfismál.
Stjórnvöld skulu vinna að því að gera upplýsingar um umhverfismál aðgengilegar almenningi, sbr. 13. gr. Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja nánari ákvæði um miðlun slíkra upplýsinga.
Stjórnvöldum er ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. Ráðherra er heimilt að afmarka nánar í reglugerð hvað teljist skaðleg eða hættuleg frávik.
Ákvæði VII. kafla eru sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/4/EB frá 28. janúar 2003 um almennan aðgang að upplýsingum um umhverfismál og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/313/EBE, sem tekin var inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2003 26. september 2003.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 9. gr. gildi 1. janúar 2021 og tekur til mála sem stofnuð eru í málaskrám ráðuneyta eftir það tímamark.
Við gildistöku laga þessara falla brott lög um upplýsingarétt um umhverfismál, nr. 23/2006, með síðari breytingum.
Þingskjal 1787, 149. löggjafarþing 780. mál: upplýsingalög (útvíkkun gildissviðs o.fl.).
Lög nr. 72 24. júní 2019.
Lög um breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012, með síðari breytingum (útvíkkun gildissviðs o.fl.).
1. gr.
Í stað orðsins „stjórnvöldum“ í 3. tölul. 1. gr. laganna kemur: opinberum aðilum.2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:- Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði VII. kafla falla ekki undir gildissvið þessarar málsgreinar.
- Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Lög þessi taka til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.–VII. kafla. Lögin gilda þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.
3. gr.
Í stað orðanna „lögum um Þjóðskjalasafn Íslands“ í 4. mgr. 4. gr. laganna kemur: lögum um opinber skjalasöfn.4. gr.
Á eftir orðinu „aðila“ í 3. tölul. 6. gr. laganna kemur: í tengslum við réttarágreining eða.5. gr.
Við 1. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá tekur upplýsingaréttur almennings ekki til gagna sem hafa að geyma upplýsingar um ráðgjöf forsætisráðuneytisins eða annars bærs aðila til stjórnvalda eða starfsmanna þeirra um túlkun siðareglna.6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:- Í stað orðanna „lögaðilar skv. 2. og 3. gr.“ í 1. mgr. kemur: aðrir aðilar skv. I. kafla.
- 1. tölul. 2. mgr. orðast svo: gögn sem berast milli aðila sem falla undir gildissvið laganna skv. I. kafla þegar einn sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annan.
- Í stað orðsins „stjórnvöld“ í 2. tölul. 2. mgr. kemur: aðilar skv. I. kafla.
- Í stað orðsins „stjórnvalda“ í 3. tölul. 2. mgr. kemur: aðila skv. I. kafla.
- Orðið „stjórnvaldi“ í 2. tölul. 3. mgr. fellur brott.
7. gr.
Á eftir orðinu „mikilvæga“ í 2. málsl. 9. gr. laganna kemur: virka.8. gr.
Í stað orðanna „laga um Þjóðskjalasafn Íslands“ í 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: laga um opinber skjalasöfn.9. gr.
Í stað 3. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna koma fimm nýir málsliðir, svohljóðandi: Ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands skulu birta upplýsingar úr málaskrám sínum með rafrænum hætti. Að lágmarki ber að birta skrá yfir mál sem eru til meðferðar í ráðuneyti í tilefni af innsendu eða útsendu erindi þar sem tilgreint er málsnúmer og heiti máls. Upplýsingarnar ber að birta eigi síðar en í næsta mánuði eftir að mál er stofnað. Þá er heimilt að birta lista yfir málsgögn og gera gögnin sjálf aðgengileg með rafrænum hætti. Í öllum tilvikum skal þess gætt að birting gangi ekki gegn einka- eða almannahagsmunum.10. gr.
Á eftir 13. gr. laganna kemur ný grein, 13. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Hlutverk sitt rækir hann m.a. með því að:
- leiðbeina einstaklingum, félagasamtökum, fjölmiðlum, lögaðilum og öðrum sem til hans leita um framsetningu beiðni um aðgang að gögnum, hvert henni skal beint og önnur atriði, sbr. IV. kafla,
- vera stjórnvöldum og öðrum aðilum skv. I. kafla til ráðgjafar um meðferð beiðni um aðgang að gögnum og töku ákvörðunar um rétt beiðanda til aðgangs,
- fylgjast með því hvernig opinberir aðilar rækja skyldur sínar til að veita almenningi aðgang að upplýsingum, hvort sem er samkvæmt beiðnum eða að eigin frumkvæði, sbr. 13. gr., og koma tillögum að úrbótum á framfæri þar sem við á,
- fylgjast með rannsóknum og þróun á sviði upplýsingaréttar almennings og koma upplýsingum á framfæri við stjórnvöld.
Ráðgjafi um upplýsingarétt almennings skal hafa menntun og þekkingu sem nýtist í starfi. Forsætisráðuneytið sér ráðgjafa um upplýsingarétt almennings fyrir starfsaðstöðu en hann er í ráðgjöf sinni óháður fyrirmælum frá ráðherra og öðrum.
Þeim sem falla undir gildissvið laganna skv. I. kafla er óháð þagnarskyldu skylt að veita ráðgjafa um upplýsingarétt almennings aðgang að gögnum í trúnaði sem hann telur nauðsynleg til að sinna hlutverki sínu skv. 1. og 2. mgr. Ráðgjafa um upplýsingarétt almennings er óheimilt að skýra frá atriðum sem hann verður áskynja um í starfi sínu og leynt eiga að fara. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.
11. gr.
Orðið „stjórnvaldi“ í 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna fellur brott.12. gr.
Í stað orðanna „laga um Þjóðskjalasafn Íslands“ í 3. mgr. 16. gr. laganna kemur: laga um opinber skjalasöfn.13. gr.
Við 17. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:Hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar er beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs.
14. gr.
Orðið „stjórnvalds“ í 2. málsl. 1. mgr. 20. gr. laganna fellur brott.15. gr.
1. mgr. 23. gr. laganna orðast svo:Úrskurðarnefnd um upplýsingamál skal birta úrskurð þeim sem fór fram á aðgang að gögnum og þeim sem kæra beindist að svo fljótt sem verða má en að jafnaði innan 150 daga frá móttöku hennar.
16. gr.
Í stað orðanna „laga um Þjóðskjalasafn Íslands“ í 26. gr. laganna kemur: laga um opinber skjalasöfn.17. gr.
2. málsl. 2. mgr. 27. gr. laganna orðast svo: Hið sama á við um aðra aðila skv. I. kafla að því leyti sem lög þessi taka til starfa þeirra.18. gr.
Á eftir VI. kafla laganna kemur nýr kafli, VII. kafli, Aðgangur að upplýsingum um umhverfismál, með fimm nýjum greinum, 28.–32. gr., ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:a. (28. gr.)
- tryggja almenningi aðgang að upplýsingum um umhverfismál sem opinberir aðilar hafa yfir að ráða eða eru geymdar fyrir þeirra hönd,
- treysta rétt fólks til að búa við heilsusamleg skilyrði og varðveita lífsgæði sín á grundvelli upplýsinga,
- stuðla að aukinni vitund um málefni á umhverfissviði, frjálsum skoðanaskiptum og aukinni þátttöku almennings í töku ákvarðana um umhverfismál,
- tryggja rétt almennings til þess að fá upplýsingar um umhverfismál,
- kveða á um frumkvæðisskyldu opinberra aðila til þess að veita upplýsingar um umhverfismál.
b. (29. gr.)
- ástand afmarkaðra þátta umhverfisins, svo sem andrúmslofts og lofthjúps, vatns, jarðvegs, lands, landslags og náttúruminja, þ.m.t. votlendis og strand- og hafsvæða, líffræðilegrar fjölbreytni og þátta hennar, þ.m.t. erfðabreyttra lífvera, og samspil milli þessara þátta,
- þætti á borð við efni, orku, hávaða, geislun eða úrgang, þ.m.t. geislavirkan úrgang og losun hvers kyns efna og þátta út í umhverfið sem hafa áhrif á eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti í umhverfinu sem um getur í 1. tölul.,
- ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul., auk kostnaðar- og ábatagreiningar eða annars konar hagkvæmnigreiningar sem notuð er í tengslum við ákvarðanir um slíkar ráðstafanir,
- ástandið að því er varðar heilbrigði manna og öryggi, þ.m.t. mengun í fæðukeðjunni, lífsskilyrði fólks, menningarminjar og mannvirki að svo miklu leyti sem þau verða eða líklegt er að þau verði fyrir áhrifum vegna ástands þeirra umhverfisþátta sem um getur í 1. tölul. eða vegna þeirra atriða sem um getur í 2. tölul.
c. (30. gr.)
d. (31. gr.)
e. (32. gr.)
Stjórnvöldum er ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. Ráðherra er heimilt að afmarka nánar í reglugerð hvað teljist skaðleg eða hættuleg frávik.
19. gr.
Á eftir 34. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi:Ákvæði VII. kafla eru sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/4/EB frá 28. janúar 2003 um almennan aðgang að upplýsingum um umhverfismál og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/313/EBE, sem tekin var inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2003 26. september 2003.
20. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 9. gr. gildi 1. janúar 2021 og tekur til mála sem stofnuð eru í málaskrám ráðuneyta eftir það tímamark.
Við gildistöku laga þessara falla brott lög um upplýsingarétt um umhverfismál, nr. 23/2006, með síðari breytingum.
21. gr.
Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:- Lög um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952: Í stað orðanna „upplýsingalögum, nr. 50/1996“ í 3. mgr. 7. gr. laganna kemur: upplýsingalögum.
- Lög um háskóla, nr. 63/2006: 4. málsl. 25. gr. laganna orðast svo: Um skjöl háskóla fer að lögum um opinber skjalasöfn.
- Lög um rétt nefndar samkvæmt ályktun Alþingis til aðgangs að opinberum gögnum um öryggismál, nr. 127/2006: 4. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
- Lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn, nr. 26/2007: Í stað orðanna „Upplýsingalög, nr. 50/1996“ í 6. gr. laganna kemur: Upplýsingalög.
- Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007:
- 3. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
- Orðin „2. mgr. 26. gr.“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum falla brott.
- Lög um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, nr. 142/2008:
- Í stað orðanna „upplýsingalaga, nr. 50/1996“ í 1. málsl. 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: upplýsingalaga.
- Í stað orðanna „9. gr. upplýsingalaga“ í 1. málsl. 3. mgr. 17. gr. laganna kemur: III. kafla upplýsingalaga.
- Lög um stofnun opinbers hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja, nr. 75/2009: Í stað orðanna „upplýsingalög, nr. 50/1996“ í 2. málsl. 5. mgr. 2. gr. laganna kemur: upplýsingalög.
- Lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007, nr. 47/2010: 3. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
- Lög um stjórn vatnamála, nr. 36/2011: 26. gr. laganna orðast svo:
- Lög um rannsóknarnefndir, nr. 68/2011: Í stað orðanna „14. gr. upplýsingalaga“ í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna kemur: III. kafla upplýsingalaga.
- Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013: 2. mgr. 18. gr. laganna orðast svo:
- Lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014: Í stað orðanna „lögum um Þjóðskjalasafn Íslands“ í lokamálslið 4. mgr. 7. gr. laganna kemur: lögum um opinber skjalasöfn.
- Efnalög, nr. 61/2013: Orðin „og laga um upplýsingarétt um umhverfismál“ í 2. málsl. 1. mgr. 52. gr. laganna falla brott.
- Lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, nr. 44/2011: Í stað orðanna „6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: upplýsingalögum.
- Lög um loftslagsmál, nr. 70/2012: Í stað orðanna „lögum um upplýsingarétt um umhverfismál“ í 2. mgr. 37. gr. laganna kemur: upplýsingalögum.
- Lög um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003: Orðin „og laga um upplýsingarétt um umhverfismál“ í 2. málsl. 2. mgr. 28. gr. laganna falla brott.
- Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016: Í stað orðanna „upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum“ í 2. mgr. 15. gr. laganna kemur: upplýsingalaga.
- Sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011: Í stað orðanna „upplýsingalaga og laga um upplýsingarétt um umhverfismál“ í 3. málsl. 1. mgr. 101. gr. laganna kemur: og upplýsingalaga.
Samþykkt á Alþingi 11. júní 2019.